Eurovisionfari til rannsóknar hjá lögreglu

Klein er 26 ára gamall.
Klein er 26 ára gamall. Skjáskot/Instagram

Keppandi Hollendinga í Eurovision, Joost Klein, er sakaður um „ólöglegar hótarnir“ í Eurovision-höllinni í Malmö. Sænska lögreglan er með málið til rannsóknar. 

Sænski miðillinn Aftonbladet greinir frá. 

Úrslitakvöld Eurovision fer fram í kvöld og er óljóst hvort Klein fái að taka þátt. Honum var ekki leyft að taka þátt í æfingarennslinu sem fór fram í gær. 

Átti sér stað á fimmtudag

Atvikið er talið hafa átt sér stað á fimmtudagskvöld, sama kvöld og Klein keppti í undanúrslitum Eurovision. Samkvæmt upplýsingum frá sænsku lögreglunni hefur hún verið að rannsaka hótanir sem áttu sér stað í Eurovision-höllinni í Malmö. Hefur lögregla rætt við vitni og gripið til annarra rannsóknaraðgerða.

Aftonbladet hefur hins vegar eftir heimildum sínum að Klein hafi beitt konu sem starfar við sjónvarpsframleiðslu ofbeldi.

Blaðamaður Aftobladet leitaði eftir viðbrögðum Klein en hann svaraði engu.

Þegar þessi frétt er skrifuð er Hollendingum spáð 7. sæti í keppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt að starfið sé skemmtilegt er þér líka hollt að líta upp og gefa þér tíma til að sinna persónulegum hugðarefnum þínum í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt að starfið sé skemmtilegt er þér líka hollt að líta upp og gefa þér tíma til að sinna persónulegum hugðarefnum þínum í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lotta Luxenburg
3
Sofie Sarenbrant
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Eppu Nuotio