Myndir: Ný miðstöð menningar og vísinda opnuð

Fjöldi fólks heimsótti miðstöðina í dag.
Fjöldi fólks heimsótti miðstöðina í dag. mbl.is/Óttar

Í tilefni opnunar á nýrri miðstöð menningar og vísinda í Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs var efnt til hátíðarhalda í dag. 

Opnunarhátíðin hófst kl. 13 með tónum Lúðrasveitar verkalýðsins. Gestir og gangandi gátu tekið þátt í lista- og vísindasmiðjum úti og inni.

Ásdís bæjarstjóri er ánægð með breytingarnar.
Ásdís bæjarstjóri er ánægð með breytingarnar. mbl.is/Óttar

Meiri samnýting

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að eitt helsta aðdráttarafl rýmisins sé ný grunnsýning Náttúrufræðistofu Kópavogs, Brot úr ævi jarðar, sem var opnuð af þessu tilefni. Þá hefur barnabókasafnið verið hannað með náttúruna umleikis safnið í huga.

„Fyrir ári síðan boðuðum við nýja nálgun í menningarstarfi okkar og einn liður í því var að leggja aukna áherslu á að efla fræðslu og upplifun barna í menningarhúsum okkar. Við gerum börnum hátt undir höfði í þessu glæsilega rými þar sem gefst tækifæri til sköpunar, leiks og næðis. Tengingin sem myndast á milli Náttúrufræðistofu og Bókasafnsins er öðruvísi, spennandi og áður óþekkt framsetning á Íslandi sem ég er fullviss um að Kópavogsbúar og aðrir gestir kunna vel að meta,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra í tilkynningu.

Það er ýmislegt hægt að skoða í miðstöðinni.
Það er ýmislegt hægt að skoða í miðstöðinni. mbl.is/Óttar
Alltaf gaman að búa til sápukúlur!
Alltaf gaman að búa til sápukúlur! mbl.is/Óttar
Hér er eitthvað stórmerkilegt í gangi.
Hér er eitthvað stórmerkilegt í gangi. mbl.is/Óttar
Góð aðstaða fyrir unga fólkið.
Góð aðstaða fyrir unga fólkið. mbl.is/Óttar
Hægt er að stúdera skeljar.
Hægt er að stúdera skeljar. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert