Um 60 skjálftar í kvikuganginum

Eldgosið í Sundhnúkagígum.
Eldgosið í Sundhnúkagígum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skjálftavirkni í kvikuganginum við Svartsengi hefur verið svipuð í nótt og undanfarna daga og landris heldur áfram.

Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í kringum 60 jarðskjálfta hafa orðið í kvikuganginum síðasta sólarhringinn. Undanfarið hafa skjálftarnir verið um 40 til 80 á dag.

„Það hefur verið ágætis virkni í nótt en ekki meira en undanfarna daga,” segir Jóhanna Malen. „Við bíðum eftir að eitthvað gerist en það er ekki hægt að segja neitt um hvenær það verður.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka