„Fyrsti kossinn átti sér stað á strætóstöð á Suðurlandsbraut“

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra. mbl.is/Arnþór Birkisson

Í til­efni kom­andi for­seta­kosn­inga ákvað Smart­land að skyggn­ast á bak við tjöld­in og spyrja for­setafram­bjóðend­ur spjör­un­um úr. For­vitn­ast um það sem fáir vita en all­ir ættu hins veg­ar að vita.

Fimm spurn­ing­ar fyr­ir for­setafram­bjóðend­ur: Katrín Jakobsdóttir

Fyrsti kossinn?

„Fyrsti kossinn átti sér stað á strætóstöð á Suðurlandsbraut, ég var 14 ára. Það náði nú ekki lengra í það sinnið.“

Hvaða plaköt prýddu veggi herbergis þíns á unglingsárunum?

„Það voru plaköt af Madonnu og seinna U2. Hvort tveggja í miklu uppáhaldi.“

Fyrstu tónleikarnir?

„Mig langar að segja Bryan Adams í Laugardalshöll árið 1991. Þá fór rafmagnið af höllinni þannig að ég mætti tvisvar í höllina og seinna kvöldið var gríðarleg stemning, í minningunni.“

Uppáhalds árstíð?

„Ég elska sumarið - birtuna, litina, orkuna og lyktina. Gera það ekki allir Íslendingar?“

Botnaðu setninguna: Minn forseti er... :

„Minn forseti er sameinandi afl sem þekkir þjóðina og stendur með henni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál