Tókum fótinn aðeins af bensíngjöfinni

Fredrik Schram og Hallgrímur Mar Steingrímsson í leiknum í kvöld.
Fredrik Schram og Hallgrímur Mar Steingrímsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Valur og KA mættust á Hlíðarenda í 6. umferð karla í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn endaði með 3:1- sigri Valsmanna. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var í banni og stýrði Haukur Páll Sigurðsson liðinu í fjarveru hans.

Hann mætti í viðtal til mbl.is eftir leik.

„Ég er bara ánægður með að sækja þrjú stig. Við byrjuðum leikinn hrikalega sterkt og skorum gott mark og svo tókum við aðeins fótinn af bensíngjöfinni fannst mér og þeir komust inn í leikinn,“ sagði Haukur Páll.

Valsmenn hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru með 11 stig í deildinni og sitja í þriðja sæti. 

„Við þurfum bara að fara að tengja saman sigra, tengja saman frammistöður og við erum búnir að gera það núna.

Við áttum hrikalega góða frammistöðu í síðasta leik á móti Breiðabliki og við í rauninni höldum því áfram hér,“ sagði hann.

Haukur Páll Sigurðsson er aðstoðarþjálfari Vals.
Haukur Páll Sigurðsson er aðstoðarþjálfari Vals. Ljósmynd/Valur

Valur mætir Aftureldingu í næsta leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.  

„Afturelding er með hörku lið, vel spilandi og nú fer bara fullur undirbúningur í að skoða þá og einbeita okkur að þeim. Þetta verður erfiður leikur þannig að við þurfum að mæta klárir ef við ætlum að fara áfram í bikarnum,“ bætti Haukur Páll við að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert