Manchester City heldur pressunni á Arsenal

Erling Haaland fagnar marki sínu á City Ground í dag
Erling Haaland fagnar marki sínu á City Ground í dag AFP/JUSTIN TALLIS

Manchester City heldur í við Arsenal í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn eftir 2:0 sigur á Nottingham Forest á City Ground í Nottingham í dag.

Josko Gvardiol skoraði fyrsta mark leiksins fyrir gestina frá Manchester og Erling Haaland bætti við öðru marki City. Haaland byrjaði á bekknum eftir að hafa glímt við meiðsli undanfarið en það tók hann einungis níu mínútur að tvöfalda forskot City.

Kevin De Bruyne lagði upp bæði mörk meistaranna. Pep Guardiola neyddist til að skipta markverðinum Ederson af velli í hálfleik en hann virtist meiðast í fyrri hálfleik.

Manchester City er einu stigi á eftir Arsenal en á leik til góða. Næsti leikur City er gegn Wolves á laugardaginn eftir viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert