Fjórfaldur Íslandsmeistari hættur

Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með Tindastóli gegn KR.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson í leik með Tindastóli gegn KR. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur lagt skóna á hilluna eftir farsælan feril, en miðherjinn er 35 ára gamall.

Hann lék með Vestra í 2. deildinni á síðustu leiktíð. Þar á undan varð hann Íslandsmeistari með Tindastóli á síðasta ári.

Hann hefur einnig leikið með Grindavík, ÍR og Hetti. Átti hann einnig flottan atvinnumannaferil með liðum í Svíþjóð, Grikklandi og Frakklandi.

Sigurður Gunnar var sjö sinnum í úrvalsliði í efstu deild á Íslandi, varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og lék 58 landsleiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert