Hnífjafnt í vestrinu

Luka Doncic fór illa að ráði sínu undir lok leiks.
Luka Doncic fór illa að ráði sínu undir lok leiks. AFP/Tim Heltman

Oklahoma City Thunder jafnaði metin gegn Dallas Mavericks í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni bandarísku NBA-deildarinnar í körfubolta í Dallas í nótt. 

Oklahoma vann 100:96 og er staðan í einvíginu orðin 2:2 líkt og í hinum undanúrslitaleik vestanmegin á milli meistara Denver Nuggets og Minnesota Timberwolves. Fjóra sigra þarf til að tryggja sér í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. 

Stjarna Dallas Luka Doncic fékk tvö vítaköst þegar tíu sekúndur voru eftir og staðan var 96:94 fyrir Dallas. Tókst honum hins vegar aðeins að setja annað vítakastið ofan í og náði ekki að jafna metin. 

Var Doncic þó atkvæðamestur í liði Dallas með 18 stig, tólf fráköst og tíu stoðsendingar. Hjá Oklahoma átti Shai Gilgeous-Alexander stórleik með 34 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. 

Næsti leikur liðanna fer fram í Oklahoma aðfaranótt fimmtudags. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka