Forystuskip í þorskastríðum

Varðskipið Ægir. Hér má sjá skipið að störfum árið 2009 …
Varðskipið Ægir. Hér má sjá skipið að störfum árið 2009 þegar það var enn í fullri notkun. „Mér hefur alltaf fundist Ægir betra sjóskip en Týr þó að skipin séu nær alveg eins,“ segir Halldór B. Nellett. mbl.is/Árni Sæberg

Það var hátíðarstemning í Reykjavík miðvikudaginn 12. júní 1968 þegar nýtt varðskip, Ægir, kom til hafnar í fyrsta skipti. Ægir hefur reynst afburðavel þá tæpu hálfa öld sem hann hefur verið í notkun. Til dæmis hefur ekkert íslenskt varðskip klippt á togvíra jafn margra landhelgisbrjóta í þorskastríðum.

En nú er öldin önnur. Ægir hefur ekki verið í hefðbundnum rekstri í þrjú ár og liggur hann nú við Skarfabakka í Sundahöfn í Reykjavík. Það kostar stórfé að koma skipinu í nothæft ástand og þeir peningar eru ekki til reiðu. Alls er óvíst hver verða örlög skipsins.

Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra flutti ræðu við komu Ægis 1968. Þar kemur fram að Alþingi og ríkisstjórn þótti nauðsyn að endurnýja og efla skipastól Landhelgisgæslunnar. Smíði skipsins var boðin út og í ágúst 1966 voru undirritaði samningar við skipasmíðastöðina Aalborg Værft A.S. í Danmörku, sem átti hagstæðasta tilboðið. Skipið var svo afhent íslenska ríkinu ytra hinn 30. maí 1968.

Jón Jónsson skipherra sigldi skipinu heim, Bjarni Helgason var 1. stýrimaður og André Jónsson yfirvélstjóri.

Ægir var stærsta skip Landhelgisgæslunnar á þeim tíma, 1.258 brúttótonn, fimm metrum lengri en Óðinn, sem kom til landsins árið 1960. Hann var einnig gangmeiri en Óðinn. Ægir var búinn ýmsum nýjungum, svo sem þyrluskýli og aðstöðu fyrir lækna. Þá var skipið sérstaklega styrkt til siglinga í ís.

„Helstu kostir Ægis eru þeir að skipið er afburða sjóskip, sérstaklega þegar siglt er á móti veðri, skipið líður áfram og ver sig vel, er ákaflega „mjúkt“ eins og sagt er. Í samanburði við t.d. Óðin hefur Ægir vinninginn en Óðinn var alltaf frekar stífur á móti, átti það til að höggva í ölduna,“ segir Halldór B. Nellett, reyndasti skipherra Landhelgisgæslunnar.

Varðskipin Týr og Ægir við bryggju í Reykjavík.
Varðskipin Týr og Ægir við bryggju í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Ægir gat verið ansi „fjörugur“

„Ægir getur síðan verið ansi „fjörugur“ og oltið mikið sérstaklega þegar siglt er á lensi og með sjó aftan á hornin, getur auðveldlega tekið veltur upp á 30-40°. Ég er ekki frá því að skipið hafi breyst nokkuð hvað sjóhæfni varðar í áranna rás en því hefur í þrígang verið breytt í Póllandi eða árin 1997, 2001 og 2005,“ bætir Halldór við.

„Í dag er sorglegt að sjá Ægi drabbast niður þarna úti á Skarfabakka. Sjálfur er ég búinn að vera viðloðandi þetta skip ansi lengi eða í tæp 46 ár. Byrjaði fyrst á Ægi 1972 þegar hann var 4 ára, nánast sem krakki, 16 ára gamall. Ég er búinn að gegna ýmsum störfum um borð og við gæslumenn höfum alltaf lagt metnað okkar í að viðhalda skipinu vel í gegnum öll þessi ár og því er ákaflega sárt að sjá það fara svona, ryðtaumar og ryð um allt og eykst með degi hverjum,“ segir Halldór.

„Það er áætlað að það kosti á bilinu 250 til 300 milljónir að koma Ægi í viðunandi ástand til að geta sinnt hlutverki sem eftirlits- og björgunarskip á Íslandsmiðum. Mest umleikis er uppfærsla og að einhverjum hluta endurnýjun á aðalvélum skipsins. Það eru eins og er engin áform um að ráðast í það verkefni og það eru heldur engin áform um að selja skipið,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Gæslunnar.

Er það ekki markmið Landhelgisgæslunnar að vera með tvö skip úti samtímis við gæslustörf?

„Það er rétt. Landhelgisgæslan hefur sett það í langtímaáætlanir að tvö skip séu ávallt á sjó eins og var fyrir 2006, áður en v/s Óðni var að endingu lagt. Það er ljóst að ef sú siglingaáætlun á að geta átt sér stað þurfa þrjú skip að vera í rekstri hvort sem varðskipinu Ægi væri komið í viðunandi horf og haffæri eða annað skip kæmi í staðinn. Það liggja hinsvegar ekki fyrir neinar fjárveitingar, hvorki til að koma Ægi á haffæri, útvega nýtt skip eða til reksturs þriðja skipsins.“

Við komu Ægis sagði Jóhann Hafstein dómmálaráðherra m.a:

„Það er ein þýðingarmesta stjórnsýsla ríkisins að gæta íslensku landhelginnar, enda landhelgisgæslan á ytra borði tákn fullveldis þess og sjálfstæðis.“

Þessi orð eru í fullu gildi hálfri öld síðar og þau mættu stjórnmálamenn dagsins í dag gaumgæfa.

Ítarlegri umfjöllun birtist á síðu 24 og 25 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »