Hamagangur Trumps bitnar á fiskinum

Mynd úr safni af fiskverkunarfólki að störfum hjá HB Granda. …
Mynd úr safni af fiskverkunarfólki að störfum hjá HB Granda. Bandarískur sjávarútvegur hefur lengi sent fisk til vinnslu í Kína en tollastríð Trumps gæti sett strik í reikninginn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óhætt er að segja að Donald Trump hafi tekist að hleypa alþjóðaviðskiptum í uppnám. Viðskiptastríð virðist vera við það að bresta á milli Bandaríkjanna og Kína og hefur Trump líka í hótunum við Evrópusambandið um að hækka tolla.

Dr. Jón Þrándur Stefánsson, stjórnarformaður og yfirmaður greininga hjá Sea Data Center (seadatacenter.com) segir inngrip Trumps þegar vera farin að hafa áhrif á viðskipti með sjávarafurðir m.a. að því leyti að stór sjávarútvegsfyrirtæki í Bandaríkjunum séu farin að huga að því hvernig þau geti brugðist við breyttum aðstæðum. Áhrifin munu ekki einskorðast við Bandaríkin en hugsanlegt er að þróunin muni koma sér vel fyrir íslenska seljendur, í það minnsta til skemmri tíma litið.

Jón Þrándur bendir á að útgerðir á stöðum eins og Alaska séu í vanda staddar vegna hækkandi tolla bæði í Bandaríkjunum og Kína: „Kínverjar eru ekki bara neytendur sjávarafurða heldur líka framleiðendur og allstór hluti af hvítfiski frá Alaska, þá einkum Alaskaufsi, er fluttur til Kína heilfrystur þar sem hann er unninn frekar og er svo jafnvel fluttur aftur til Bandaríkjanna þar sem hann fer á markað. Ef fram heldur sem horfir er þessi fiskur að bera hærri tolla þegar hann kemur til Kína, og svo aftur þegar hann kemur til Bandaríkjanna, og þannig eru Bandaríkjamenn í raun að skjóta sig tvisvar í fótinn,“ segir Jón Þrándur

„Yfir helmingur af útfluttum sjávarafurðum frá Alaska var seldur til Kína á síðasta ári og námu þessi viðskipti um 800 milljónum bandaríkjadala. Þannig er ljóst að hér er um verulega hagsmuni að ræða og 25 prósenta tollur kemur því sér mjög illa. Að auki munu um 70.000 tonn af fiskimjöli frá Alaska bera aukinn toll í Kína ef þessi þróun heldur áfram.“

Gæti þetta orðið til þess að gera sjávarafurðir frá Íslandi samkeppnishæfari á Bandaríkjamarkaði enda geti þarlendir framleiðendur ekki lengur látið verka fiskinn með ódýrum hætti í Kína. „Sama á við um aðra markaði þar sem þessi fiskur hefur endað, t.d. í Evrópu, því að ef hærri tollar eru lagðir á bandaríska fiskinn þegar hann kemur til Kína verður sú vara ekki eins samkeppnishæf.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 485 kg
Þorskur 32 kg
Rauðmagi 5 kg
Skarkoli 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 529 kg
26.4.24 Kambur HU 24 Grásleppunet
Grásleppa 2.813 kg
Þorskur 262 kg
Skarkoli 32 kg
Ýsa 10 kg
Þykkvalúra 5 kg
Rauðmagi 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.130 kg
26.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Þorskur 167 kg
Skarkoli 47 kg
Ýsa 9 kg
Ufsi 7 kg
Rauðmagi 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.109 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 485 kg
Þorskur 32 kg
Rauðmagi 5 kg
Skarkoli 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 529 kg
26.4.24 Kambur HU 24 Grásleppunet
Grásleppa 2.813 kg
Þorskur 262 kg
Skarkoli 32 kg
Ýsa 10 kg
Þykkvalúra 5 kg
Rauðmagi 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.130 kg
26.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Þorskur 167 kg
Skarkoli 47 kg
Ýsa 9 kg
Ufsi 7 kg
Rauðmagi 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.109 kg

Skoða allar landanir »