Þorbjörn kaupir Sisimiut

Sisimut við bryggju í Nuuk. Togarinn kemur til Íslands með …
Sisimut við bryggju í Nuuk. Togarinn kemur til Íslands með vorinu. Ljósm/Eiríkur Óli Dagbjartsson

„Það er spennandi að fá þetta skip í flotann okkar,“ segir Eiríkur Óli Dagbjartsson útgerðarstjóri hjá Þorbirninum hf. í Grindavík. Á mánudag var undirritaður kaupsamningur um kaup útgerðarinnar á frystitogaranum Sisimiut sem er í eigu Royal Greenland í Grænlandi. Skipið var smíðað í Noregi 1992 fyrir Skagstrending hf. á Skagaströnd og hét þá Arnar HU 1 og selt til Grænlands 1996.

Eiríkur Óli segir skipið vera í sérstaklega góðu standi og nánast eins og nýtt. Umgengnin hafi verið til stakrar fyrirmyndar.

„Við fréttum nú í sumar að þetta skip væri til sölu og það vakti strax áhuga okkar. Það hentar líka vel fyrir útgerð Þorbjarnarins og áherslur okkar. Sisimiut er til dæmis með öfluga vinnslulínu; þrjá hausara og jafn margar flökunarvélar sem má stilla samkvæmt stærð hráefnis hverju sinni. Það er greinilegt að þegar Skagstrendingarnir létu hanna og smíða skipið á sínum tíma hefur verið vandað til verka, og margt gott hefur bæst við síðan,“ segir Eiríkur Óli.

Sisimiut er 67 metra langur og 14 metra breiður. Skipið verður afhent Þorbirni hf. næsta vor eða snemmsumars. Það verður gert út á sama hátt og frystitogarar fyrirtækisins sem fyrir eru; það er Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 og Gnúpur GK 11. Einnig gerir fyrirtækið út línubátana Sturlu, Hrafn og Valdimar.

Ekki hefur verið ákveðið hvaða nafn Sisimiut fær í eigu Þorbjarnarins, eða hvort gerðar verði einhverjar frekari breytingar á skipastól útgerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »