„Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki stressaður“

Bergur hóf gönguna í dag ásamt góðu föruneyti sem mun …
Bergur hóf gönguna í dag ásamt góðu föruneyti sem mun fylgja honum fyrsta spölinn. Samsett mynd

Göngugarpurinn og hörkutólið Bergur Vilhjálmsson hóf göngu sína inn Hvalfjörðinn frá Akranesi með sleða hlaðinn 100 kg um klukkan 14 í dag.

Bergur gengur til söfnunar fyrir Píeta-samtökin og til að heiðra minningu móður besta vinar síns. Hann komst að því fyrir stuttu að sleðinn sem hann gengur með er 110 kg og gengur Bergur því í raun með 210 kg í eftirdragi.

Fjöldi fólks kom saman við upphaf göngunar til að hvetja …
Fjöldi fólks kom saman við upphaf göngunar til að hvetja Berg áfram. Ljósmynd/Aðsend

Blaðamaður mbl.is náði tali af Bergi þar sem hann var staddur fyrir utan líkamsræktarstöðina Ultraform á Akranesi, skömmu áður en hann lagði í hann.

„Ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki stressaður,“ sagði Bergur inntur eftir líðan sinni við upphaf göngunnar. Hann kveðst engu að síður tilbúinn í slaginn.

„Það þýðir ekkert annað,“ bætir hann við kíminn.

Bergur gengur til stuðnings Píeta-samtakana og til að heiðra minningu …
Bergur gengur til stuðnings Píeta-samtakana og til að heiðra minningu móður besta vinar síns. Ljósmynd/Aðsend

Fylgja Bergi fyrsta spölinn

Um 50 manns voru saman komin fyrir framan Ultraform til að hvetja Berg til dáða og sumir til að fylgja honum fyrsta spölinn, en Bergur segir fólki velkomið að koma og fara eins og þeim sýnist til að fylgja honum í göngunni.

Mun Bergur losa sig við 10 kg fyrir hverja 10 km, en hvert lóð verður merkt einkennisorði andlegra örðugleika. Er sleðinn því eins konar myndlíking fyrir andlega bagga sem margir burðast með í gegnum lífsleiðina og mun hann þannig létta af sér farginu raunverulega og táknrænt. 

Sleðinn vegur 110 kg og er hlaðinn 100 kg lóðum …
Sleðinn vegur 110 kg og er hlaðinn 100 kg lóðum sem tákna þá andlegu bagga sem margir burðast með í gegnum lífið.

Áætlar hann að gangan taki 48 klukkustundir en hann hyggst ljúka göngunni við Ultraform í Grafarholti klukkan 14.00 á laugardaginn. 

Hægt er að fylgjast með Bergi í beinu streymi hér: 

Hægt er að styrkja söfn­un Bergs með því að leggja inn á eft­ir­far­andi reikn­ing:

Reikn­ings­núm­er: 0301-26-041041

Kennitala: 410416-0690.

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein-hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross-ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg-armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert