Borgar sig ekki að stækka

Meira magn er af lýsi og fiskimjöli í fiskeldisfóðri Laxár …
Meira magn er af lýsi og fiskimjöli í fiskeldisfóðri Laxár en í norsku fóðri.

Gunnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. á Akureyri, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að reksturinn á síðasta ári hafi gengið vel og tekjurnar verið nálægt tveimur milljörðum króna. Félagið er nær eingöngu í fóðurframleiðslu fyrir fiskeldi á landi og hefur þar um 80% hlutdeild, á móti Fóðurblöndunni sem hefur 20% hlutdeild á sama markaði.

„Við tökum ekki þátt í þessu sjóeldisævintýri þar sem við getum ekki framleitt fituríka fóðrið sem þar er notað. Eina fóðrið frá okkur sem notað er í sjóeldi er fyrir regnbogasilung. Við erum hinsvegar ráðandi á landeldismarkaðnum með 80% hlutdeild. Þar er fóðrið notað fyrir bleikju, lax, seiðaeldi og Senegalflúru,“ segir Gunnar.

Hann segir til útskýringar að yfir 20 þúsund tonn af fituríku fóðri séu flutt inn fyrir sjóeldi á laxi hér á landi, en framleiðsla Laxár fyrir landeldið er um 10 þúsund tonn á ári.

Spurður um ástæðu þess að fituríkt fóður sé ekki framleitt hér á landi, segir Gunnar að til þess að slíkt væri hægt þyrfti að fjárfesta fyrir 400 milljónir króna í verksmiðjunni, sem ekki sé talið borga sig. „Hér áður fyrr, þegar laxeldi í sjó var á Austfjörðum, voru menn að nota fóður með 32% fitumagni. Síðan 2010 hafa menn viljað hafa 37% fitu, og því þarf að flytja allt það fóður inn. Sú aukning sem fengist úr fituríka fóðrinu, myndi aldrei ná að borga fjárfestinguna sem fara yrði út í.“

Landeldi að aukast

Gunnar segir að afkastageta verksmiðjunnar sé 20 þúsund tonn á ári. Í dag séu 10 þúsund tonn framleidd, eins og áður sagði, en á næstu fjórum árum er búist við að framleiðsla fyrir landeldið aukist upp í 15 þúsund tonn. „Þannig að það er ekki mikil afkastageta eftir hjá okkur.“

En þó að ekki eigi að stækka verksmiðjuna hefur Laxá skoðað að byggja stærri verksmiðju, að sögn Gunnars. „Ef það yrði byggð ný verksmiðja á Íslandi yrði hún aldrei minni en 50-100 þúsund tonn. Í dag er fiskeldismarkaðurinn hér á landi hinsvegar aðeins 40 þúsund tonn og því er ekki tímabært að byggja slíka verksmiðju.“

Gunnar segir að þegar kemur að byggingu slíkrar verksmiðju verði það gert nálægt hráefninu eins og hann orðar það, á Austfjörðum þar sem lýsi og fiskimjöl er framleitt, eða nálægt stærstu notendum sem eru á Vestfjörðum.

Gunnar bætir við að slík verksmiðja kosti um 2,5 milljarða króna. Ekki sé heldur á færi margra að byggja hana því bæði þekking og fjármagn þurfa að koma saman.

Nánari umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum sem kom út 15. maí. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »