„Höfum elt makrílinn í allar áttir“

Víkingur AK, skip Brims.
Víkingur AK, skip Brims. Ljósmynd/Brim

„Það hefur allt gengið að óskum. Aflinn er yfirleitt mjög góður en það kemur fyrir að hann detti niður í nokkra klukkutíma inn á milli. Það er mikil ferð á makrílnum en það er engu líkara en að hann gangi í hringi þegar hann er kominn þarna út,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK.

Skipið er nú í höfn á Vopnafirði en þangað kom skipið um klukkan 20 í gærkvöldi með 820 tonn af makríl, að því er fram kemur á vef Brims. Aflinn fékkst í fimm holum í svokallaðri Síldarsmugu, djúpt austur af landinu.

„Við höfum elt makrílinn í allar áttir og þegar við hættum veiðum var hann á hraðri leið í vesturátt. Við vorum þá komnir á sömu slóðir og við hófum veiðarnar á,“ segir Albert.

Aldrei að vita nema einhver hitti á góða göngu

Að hans sögn er örugglega eitthvað að bætast við makrílgönguna í Síldarsmugunni.

„Við merkjum það meðal annars á stærðinni á fisknum. Í síðasta túr var makríllinn allur af svipaðri stærð og við vorum lengst af að veiða við Suðausturland eða ríflega 500 grömm.

Í þessum túr var fiskurinn heldur smærri eða um 460 grömm að jafnaði. Á heimsiglingunni lóðaði svo á makríl í íslenskri landhelgi og það er aldrei að vita nema einhver hitti á góða göngu á útstíminu á næstunni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »