Rekstur útgerða gæti stöðvast

Kerfislægur skortur á ýsukvóta gæti stöðvað þorskveiðar útgerða í krókaaflamarkskerfinu, …
Kerfislægur skortur á ýsukvóta gæti stöðvað þorskveiðar útgerða í krókaaflamarkskerfinu, segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. mbl.is/Eggert

„Þegar við lendum í þessum vandræðum að geta ekki leigt kvóta en höfum stólað á það getur það leitt til þess að hver útgerðin á fætur annarri einfaldlega stöðvast á þessu fiskveiðiári, þar sem menn hafa ekki ýsukvóta og geta ekki farið á sjó og náð eingöngu þorski,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Hann segir fiskveiðiárið verða erfitt fyrir útgerðir í krókaaflamarkskerfinu þar sem veiðiheimildir í ýsu eru fimmtungi minni í kerfinu en síðasta fiskveiðiár.

„Þorskveiðikvótinn var aukinn og eru um 4% meiri heimildir í þorski. Þegar línuveiðar eru stundaðar er mjög blandað þorskur og ýsa. Þá er alveg ljóst að það þarf að forðast dálítið ýsuna núna og miðað við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar mátti gera ráð fyrir minni ýsu, en það hefur komið mun meiri ýsa en undanfarin ár. Þess vegna hefur bátunum gengið verr að vera nánast eingöngu í þorski og það gengur mjög hratt á veiðiheimildirnar í ýsu hjá þeim. Núna á fyrsta fjórðungi [fiskveiðiársins] voru þeir búnir að veiða um 54% af veiðiheimildunum. Þessi tala í fyrra var 43%,“ útskýrir Örn.

Breyttar aðstæður

„Það sem gerir þetta enn erfiðara er að það er engan ýsukvóta að fá. Hann var skorinn niður um fjórðung hjá öllum og stærri skipin eru lítt aflögufær með ýsu. Þess vegna geta krókaaflamarksbátarnir ekki stólað á það að geta leigt ýsukvóta eins og undanfarin ár til sín,“ bætir hann við. Þá hefur skortur á veiðiheimildum einnig haft þær afleiðingar að leiguverð hefur hækkað til muna.

Spurður hvort þetta geti orðið til þess að bátar verði í fastir í höfn þar sem þeir geta ekki treyst því að veiða eingöngu þorsk, svarar framkvæmdastjórinn því játandi. Hann segir rekstraraðila grípa til allra ráða til þess að leysa þá stöðu sem upp er komin, en leit að svæðum með minni þorsk er lílega til þess fallin að auka rekstrarkostnað og gefa af sér afurð sem fæst minna fyrir.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 394,31 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,25 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,22 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 954 kg
Þorskur 41 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.023 kg
26.4.24 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet
Grásleppa 1.209 kg
Skarkoli 609 kg
Þorskur 275 kg
Steinbítur 51 kg
Hlýri 19 kg
Ýsa 17 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.183 kg
26.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 942 kg
Þorskur 233 kg
Skarkoli 66 kg
Steinbítur 15 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 1.264 kg

Skoða allar landanir »