Unnið er að því að ná vélbátnum Blátindi VE upp, en hann sökk við bryggju í Vestmannaeyjum í óveðrinu á föstudag. Skipið var smíðað í Eyjum 1947 og er friðað á grundvelli aldurs samkvæmt lögum um menningarminjar.
Í umfjöllun um Blátind í Morgunblaðinu í dag segir Kristín Hartmannsdóttir, formaður framkvæmda- og hafnarráðs í Vestmannaeyjum, ljóst að einhverjar skemmdir hafi orðið á bátnum og verði tjónið metið þegar báturinn verður kominn á þurrt. Hún segir að menn séu meðvitaðir um friðun bátsins og hafi Minjastofnun óskað eftir að fylgjast með framvindunni.
Kristín segir að kafari hafi myndað Blátind á botninum og reynt að meta tjónið. Skemmdir séu bæði á skut og fremst á dekki, að líkindum eftir að báturinn hafi stungist á stefnið þegar hann fór í kaf. Vegna þessara og hugsanlega fleiri skemmda sé ekki talið ráðlegt að reyna að hífa skipið upp.
Þess í stað sé nú verið að útvega búnað eins og lyftipylsur eða belgi til að lyfta skipinu. Þetta sé flókið verkefni þar sem skipið er þungt. Fyrirhugað er að koma Blátindi fyrir í aðstöðu hjá Skipalyftunni við Eiðið. Þar verði væntanlega hægt að draga eða lyfta honum á land og meta hversu mikið tjón hafi orðið.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 27.3.25 | 586,05 kr/kg |
Þorskur, slægður | 27.3.25 | 388,00 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 27.3.25 | 354,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 27.3.25 | 231,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 27.3.25 | 142,92 kr/kg |
Ufsi, slægður | 27.3.25 | 263,31 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 27.3.25 | 233,51 kr/kg |
27.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína | |
---|---|
Langa | 2.421 kg |
Ýsa | 1.811 kg |
Ufsi | 200 kg |
Karfi | 181 kg |
Steinbítur | 50 kg |
Keila | 32 kg |
Þorskur | 8 kg |
Hlýri | 4 kg |
Samtals | 4.707 kg |
27.3.25 Stormur SH 33 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 123 kg |
Ufsi | 2 kg |
Samtals | 125 kg |
27.3.25 Emilía AK 57 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.034 kg |
Þorskur | 380 kg |
Samtals | 1.414 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 27.3.25 | 586,05 kr/kg |
Þorskur, slægður | 27.3.25 | 388,00 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 27.3.25 | 354,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 27.3.25 | 231,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 27.3.25 | 142,92 kr/kg |
Ufsi, slægður | 27.3.25 | 263,31 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 27.3.25 | 233,51 kr/kg |
27.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína | |
---|---|
Langa | 2.421 kg |
Ýsa | 1.811 kg |
Ufsi | 200 kg |
Karfi | 181 kg |
Steinbítur | 50 kg |
Keila | 32 kg |
Þorskur | 8 kg |
Hlýri | 4 kg |
Samtals | 4.707 kg |
27.3.25 Stormur SH 33 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 123 kg |
Ufsi | 2 kg |
Samtals | 125 kg |
27.3.25 Emilía AK 57 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.034 kg |
Þorskur | 380 kg |
Samtals | 1.414 kg |