RÚV lét fjarlægja myndband Samherja

Í myndbandi Samherja var brot úr Kveiksþætti og 15 sekúndna …
Í myndbandi Samherja var brot úr Kveiksþætti og 15 sekúndna brot úr útvarpsþætti. Skjáskot úr myndbandi

Ríkisútvarpið fór fram á að myndband Samherja, þar sem vinnubrögð RÚV eru gagnrýnd, yrði tekið niður og úr dreifingu af Facebook. 

Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri RÚV, fór þess á leit fyrir hönd Ríkisútvarpsins við Samherja að myndbandið yrði tekið úr dreifingu og óskaði einnig eftir að það yrði tekið af Facebook. 

Í gærmorgun féllst Facebook á að fjarlæga myndbandið af veitu sinni. Heiðar Örn er skráður fyrir kröfunni. 

Krafan var sett fram undir formerkjum höfundarréttar þar sem RÚV heldur því fram að Samherji hafi ekki aflað samþykkis frá safnadeild Ríkisútvarpsins fyrir notkun á hljóð- og myndefni áður en félagið setti myndbandið í birtingu.

Samherji hefur áður greitt fyrir notkun efnis frá RÚV við myndbandagerð sína. Fimmtán sekúndna bútur úr útvarpsfréttum var notaður í umræddu myndbandi sem ekki hafði verið greitt fyrir áður. Búið var að tilkynna notkun efnisins til safnadeildar RÚV og óska eftir að sendur yrði reikningur fyrir efninu.

Í myndbandinu, sem gefið var út af Samherja í kjölfar þess að rannsókn á hendur fyrirtækinu og DNB banka um peningaþvætti var felld niður, eru vinnubrögð fréttastofu RÚV gagnrýnd. Þar kemur fram að RÚV hafi birt fjölda frétta þar sem fjallað var um rannsókn á DNB í Noregi og viðskipti hans við Samherja en ekki greint frá því í kvöldfréttatíma sínum að Ríkissaksóknari Noregs hafi fellt niður sakamálið sem var til rannsóknar.

Umrætt myndband má sjá hér: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »