116 framleiðendur á skrá kínverskra yfirvalda

Íslenskir framleiðendur fiskafurða þurfa að vera á sérstakri skrá til …
Íslenskir framleiðendur fiskafurða þurfa að vera á sérstakri skrá til að selja vörur til Kína vegna hertra reglna í þágu sóttvarna. Ljósmynd/Vinnslustöðin

Þann 1. janúar síðastliðinn tóku gildi nýjar reglur í Kína um innflutning matvæla og er í þeim krafist sérstakrar skráningar framleiðenda og fæst samþykki fyrir skráningu eftir mat kínverskra stjórnvalda í gegnum skjalaskoðun, myndbandsúttekt, úttektarheimsókn eða með öllum þáttum.

Kínversk yfirvöld hafa birt lista yfir alla þá aðila sem hafa fengið samþykkta skráningu og hafa alls 116 íslenskir matvælaframleiðendur hlotið skráningu hjá kínverskum yfirvöldum. Af þessum matvælaframleiðendum eru 114 sem framleiða sjávarafurðir og má á listanum finna þekkt fyrirtæki svo sem Samherja, Þorbjörn, Skinney-Þinganes og Loðnuvinnsluna svo fátt sé nefnt. Auk þeirra er fjöldi fiskvinnslufyrirtækja sem framleiða fjölbreytt úrval sjávarafurða.

Þau tvö fyrirtæki sem ekki framleiða sjávarafurðir eru annars vegar súkkulaðiframleiðandinn Omnom og Fjallalamb hf.

Meðal þessara 114 skráninga vegna sjávarafurða eru ekki einungis fyrirtæki heldur eru þar íslensk fiskiskip í miklum mæli en skráning skipa kom til á síðasta ári þegar kínversk yfirvöld fóru að krefjast sérstakrar heilbrigðisvottunar fiskafurða, en reglur þess efnis áttu að taka gildi 1. janúar 2021 en gildistökunni var frestað til 1. desember síðastliðins.

Óttast veiru í fiski

Heilbrigðisvottunarkröfur kínverskra yfirvalda vegna fiskafurða hafa verið liður í aðgerðum gegn útbreiðslu kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru í árslok 2020. Hafa þarlend yfirvöld viljað sporna við því að kórónuveiran, sem átti upptök sín í borginni Wuhan í Kína, berist til Kína með innfluttum fiskafurðum.

Nýju reglurnar fela í sér að við fyrstu tvö skipti sem kórónuveira greinist við sýnatöku verður sett vikulangt innflutningsbann á viðkomandi framleiðanda. Á hvert jákvætt sýni eftir það verður sett á fjögurra vikna innflutningsbann.

Ótti um að veiran berist með fiski til Kína hefur verið til staðar um nokkurt skeið og má meðal annars rekja til þess að veiran greindist á skurðbrettum heildsala í höfuðborginni Peking í júní 2020. Stórar dagvöruverslanir í borginni, þar á meðal Carrefour og Wumart, stöðvuðu sölu á laxi í kjölfarið.

Veirusérfræðingurinn Mette Myrmel hjá norsku hafrannsóknastofnuninni (Havforsknings-instituttet) útskýrði í pistli í fyrra að nær útilokað sé að veiran á skurðbrettunum í Kína hafi borist með fiskiflaki heldur að einhver starfsmaður hafi líklega borið smitið inn á strafsstöðina.

Sagði hún litla ástæðu til að óttast matvæli sem eru menguð með virkum veiruögnum. „Veiran smitar ekki með þessum hætti. Í fyrsta lagi þarf veiran að ná að komast hjá því að eyðast meðan hún er á matnum. Svo þarf veiran að fara í meltingarveginn þar sem lágt pH-gildi eyðileggur hana.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »