Veiðiheimildir strandveiða líklega auknar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skoðar nú leiðir til að auka veiðiheimildir …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skoðar nú leiðir til að auka veiðiheimildir strandveiða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veiðiheimildir sem ætlað er strandveiðum í sumar verða auknar eftir að ríkið náði 1.500 tonnum af þorski fengust í skiptum fyrir 5,3% af uppsjávarfiski. Ekki er hins vegar ljóst hvort þetta verði allt nýtt til að bæta upp fyrri skerðingu heimilda strandveiðanna.

Þetta tilkynnti Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, í færslu á Facebook-síðu sinni í síðustu viku.

„Strandveiðar skipta miklu máli fyrir byggðir landsins og það stendur mér nærri að standa vörð um það kerfi samhliða því að hvika hvergi frá því grundvallarsjónarmiði að fylgja vísindalegri ráðgjöf,“ skrifaði Svandís í færslunni.

Það stefndi í 1.500 tonna skerðingu veiðiheimilda strandveiðanna vegna almennrar skerðingu afla í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og óttuðust strandveiðisjómenn að strandveiðarnar myndu stöðvast áður en allir fengu sinn skammt. Þá kvaðst Svandís ekki reiðubúin til að bæta í strandveiðipottinn án þess að slík ákvörðun rúmaðist innan ráðgjöf um hámarksveiði.

Af öllum úthlutuðum veiðiheimildum tekur ríkið 5,3% og úthlutar sérstaklega til stuðnings atvinnu- og byggðaþróunar en uppsjávarfiskur eins og kolmunni og makríl hentar illa í slík verkefni. Í kjölfar ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar var ákveðið að verja ákveðna þætti atvinnu- og byggðakvótans og láta skerðingar í þorskkvóta falla á heimildir strandveiða.

Á skiptamarkaði fékk ríkið síðan heimildir í þorski í skiptum fyrir uppsjávarheimildirnar, alls 1.500 tonn. „Ég á enn eftir að taka ákvörðun um hvernig þetta verður útfært en ljóst er að það er svigrúm til að bæta inn í strandveiðipottinn líkt og ég hafði vonast til að geta gert,“ skrifar Svandís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 400,04 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 303,97 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 125,75 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 129,36 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 219,33 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 493 kg
Keila 164 kg
Steinbítur 91 kg
Ýsa 15 kg
Karfi 2 kg
Samtals 765 kg
9.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 449 kg
Steinbítur 162 kg
Ýsa 80 kg
Keila 49 kg
Ufsi 40 kg
Langa 21 kg
Karfi 4 kg
Samtals 805 kg
9.5.24 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.774 kg
Þorskur 48 kg
Ýsa 12 kg
Skarkoli 11 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.848 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.5.24 400,04 kr/kg
Þorskur, slægður 9.5.24 556,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.5.24 303,97 kr/kg
Ýsa, slægð 9.5.24 278,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.5.24 125,75 kr/kg
Ufsi, slægður 9.5.24 129,36 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 9.5.24 219,33 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 493 kg
Keila 164 kg
Steinbítur 91 kg
Ýsa 15 kg
Karfi 2 kg
Samtals 765 kg
9.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 449 kg
Steinbítur 162 kg
Ýsa 80 kg
Keila 49 kg
Ufsi 40 kg
Langa 21 kg
Karfi 4 kg
Samtals 805 kg
9.5.24 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.774 kg
Þorskur 48 kg
Ýsa 12 kg
Skarkoli 11 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.848 kg

Skoða allar landanir »