„Við sluppum þokkalega“

Páll Snorrason, framkvæmdastjóri Eskju, segir það hafa verið bras þegar …
Páll Snorrason, framkvæmdastjóri Eskju, segir það hafa verið bras þegar Jón Kjartansson SU 311 losnaði frá bryggju, en betur fór en á horfðist. Ljósmynd/Eskja

Ekki hafa orðið miklar skemmdir á eignum eða slys á fólki hjá Eskju og Síldarvinnslunni í ofsaveðrinu. Þó truflaði framleiðslu að rafmagnið hafi farið af Austurlandi.

„Við sluppum þokkalega og engar umtalsverðar skemmdir,“ segir Páll Snorrason, framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Eskju á Eskifirði, er hann er spurður um hvaða áhrif ofsaveðrið hefur haft á reksturinn.

„Við lentum í brasi með gamla skipið okkar, Jón Kjartansson SU 311, sem liggur á Reyðarfirði. Hann var að losna frá bryggjunni […] en það slapp til og fór betur en á horfðist. Við erum ekki að nota þetta skip. Það er komið til ára sinna og er til sölu,“ útskýrir Páll.

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það er ekkert alvarlegt tjón hjá okkur enn sem komið er,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað. „Við vorum að framleiða bæði í frystihúsinu  og fiskimjölsverksmiðjunni í gær þegar rafmagnið datt út. Það raskaði lítillega hjá okkur vinnslum en allt er komið í gang núna.“

Þá fuku nokkur fiskikör hjá frystihúsi félagsins á Seyðisfirði, en ekki urðu miklar skemmdir á eignum eða slys á fólki. „Heilt yfir höfum við sloppið ágætlega enn sem komið er,“ segir Gunnþór.

Hefja síldveiði í kvöld eða nótt

Síldarvertíðin var hafin þegar veðurofsinn skall á og létu uppsjávarskipin sig hverfa enda voru slæm skilyrði til veiða á síldarmiðunum. Sjólagsspá Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir áframhaldandi mikilli ölduhæð fram eftir degi en staðan á að batna í kvöld og í nótt.

„Varðandi síldina þá fara okkar skip út í dag eða kvöld eða þegar veðrið lagast. Við eigum eftir að veiða og vinna um 4.000 tonn af okkar heimildum í norski-íslensku síldinni. Okkur hefur gengið mjög vel að ná síldinni en hún er nálægt og veiðin búin að ganga vel,“ segir Páll.

Gamli Jón Kjartansson og fleiri skip við bryggju á Reyðarfirði.
Gamli Jón Kjartansson og fleiri skip við bryggju á Reyðarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.24 413,47 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.24 542,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.24 301,78 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.24 164,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.5.24 155,66 kr/kg
Ufsi, slægður 12.5.24 220,73 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 12.5.24 193,79 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.5.24 Teista ÍS 407 Sjóstöng
Þorskur 41 kg
Samtals 41 kg
13.5.24 Lómur ÍS 410 Sjóstöng
Þorskur 200 kg
Samtals 200 kg
13.5.24 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 1.359 kg
Ýsa 144 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 1.523 kg
13.5.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 382 kg
Samtals 382 kg
13.5.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.949 kg
Þorskur 347 kg
Skarkoli 60 kg
Samtals 2.356 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.5.24 413,47 kr/kg
Þorskur, slægður 12.5.24 542,84 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.5.24 301,78 kr/kg
Ýsa, slægð 12.5.24 164,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.5.24 155,66 kr/kg
Ufsi, slægður 12.5.24 220,73 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 12.5.24 193,79 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.5.24 Teista ÍS 407 Sjóstöng
Þorskur 41 kg
Samtals 41 kg
13.5.24 Lómur ÍS 410 Sjóstöng
Þorskur 200 kg
Samtals 200 kg
13.5.24 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet
Þorskur 1.359 kg
Ýsa 144 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 1.523 kg
13.5.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 382 kg
Samtals 382 kg
13.5.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.949 kg
Þorskur 347 kg
Skarkoli 60 kg
Samtals 2.356 kg

Skoða allar landanir »