Tekjur af veiðigjaldi líklega hærri en áætlað var

Tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verður nokkuð hærra í ár en …
Tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verður nokkuð hærra í ár en gert var ráð fyrir. mbl.is/Alfons

Ætla má að greidd veiðigjöld ársins verði tæplega milljarði meiri en gert var ráð fyrir, en ríkissjóður kann að hafa orðið af 1,2 milljarði króna vegna skerðinga í úthlutuðum veiðiheimildum í þorski á undanförnum árum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur á vef Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).

„Horfur eru á að veiðigjaldið muni skila nokkuð meira í ríkissjóð í ár en áætlað var í fjárlögum fyrir þetta ár. Þannig er veiðigjaldið nú þegar komið í tæpa 6,7 milljarða króna á fyrstu 10 mánuðum ársins, en í fjárlögum var áætlað að gjaldið yrði 7,1 milljarður á árinu í heild. Gróflega má áætla að það verði í kringum 8 milljarðar í árslok,“ segir í færlsu SFS.

Þar segir jafnframt að umræðan um veiðigjöldin sé oft byggð á misskilningi þar sem einungis er talað um heildarupphæðina sem greitt er á tilteknu ári. „Sú tala segir fyrst og síðast til um hversu miklar tekjur ríkissjóður fær af veiðigjaldi frá einu ári til annars, en ekkert um aflabrögð, rekstrarskilyrði eða markaðsaðstæður. Eðli máls samkvæmt hafa þessir þættir hins vegar úrslitaáhrif á heildarfjárhæð gjaldsins.“

Mynd/Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi

Vakin er athygli á að um 20 fiskitegundir beri veiðigjald og að gjaldið sé reiknað fyrir hverja á grundvelli afkomu veiðanna. Þess vegna sé þróun heildarupphæðar milli ára mjög misjöfn og ekki síst getur verið mjög ólík þróun álagningar mismunandi tegunda.

„Hver heildarfjárhæð veiðigjaldsins verður á næsta ári ræðst svo á endanum á afla sérhverra tegunda á árinu. Sú breyta virðist oft gleymast í umræðunni um veiðigjald, en hún ræður vitaskuld miklu um tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi. Nokkur samdráttur var á heildaraflamarki helstu tegunda á yfirstandandi fiskveiðiári frá því síðasta, þar með talið þorsks. Aflamark þorsks hefur verið að dragast saman á undanförnum árum og er nú til að mynda um fjórðungi minna en það var á fiskveiðiárinu 2019/2020, eða sem nemur tæpum 64 þúsund tonnum. Miðað við 19,17 króna veiðigjald á þorski gerir það samdrátt upp á 1,2 milljarð króna. Það munar um minna!“

Breyting á fyrningum

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur lagt til að breytingar verði gerðar á lögum um veiðigjald þannig að skattalegar fyrningar sem eru hærri en 20% af fyrningargrunni að viðbættum 200 milljónum króna skuli dreifast á næstu fimm ár.

Alþingi hefur samþykkt frumvarpið og með því verða tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi á næsta ári 9,5 milljarðar í stað þeirra sjö sem áður var gert ráð fyrir. Næstu árin á eftir munu áætlaðar tekjur lækka.

„Heildaraflamark á þorski er ríflega 6% minna á yfirstandandi fiskveiðiári en á því síðasta, vegna ofangreindrar þróunar á veiðigjaldi þorsks, þá munu þorskveiðar eflaust skila svipaðri fjárhæð í ríkissjóð á næsta ári og í ár. Tekjur af ýsuveiðum munu á hinn bóginn eflaust aukast töluvert, sem hvort tveggja má rekja til veiðigjaldsins og aukins  aflamarks. Líklega mun þó mestu muna um veiðigjald af loðnu, sem fer úr núll krónum í 5,54 krónur á kílóið. Hversu há veiðigjöld af loðnuveiðum verða ræðst svo endanlega af stærð loðnukvótans. Það mun koma í ljós í byrjun næsta árs. […] Það er til lítils að horfa á heildarfjárhæð veiðigjaldsins og álykta nokkuð um hvort að gjaldið hafi verið hækkað eða lækkað,“ segir í færslunni á vef SFS.

Uppfært 15:41. Í fréttinni sagði áður um veiðgjöld næsta árs hver þau kunna að verða ef frumvarp matvælaráðherra verði samþykkt. Rétt er að frumvarpið hefur verið samþykkt og hefur fréttin verið leiðrétt með tillitti til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 331,22 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 266,99 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,99 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.803 kg
Þorskur 31 kg
Rauðmagi 12 kg
Samtals 2.846 kg
11.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.082 kg
Þorskur 648 kg
Steinbítur 352 kg
Keila 62 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 2.152 kg
11.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.910 kg
Steinbítur 1.951 kg
Ýsa 1.266 kg
Hlýri 116 kg
Skarkoli 66 kg
Langa 40 kg
Ufsi 30 kg
Karfi 1 kg
Samtals 13.380 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 331,22 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 266,99 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,99 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Vala HF 5 Grásleppunet
Grásleppa 2.803 kg
Þorskur 31 kg
Rauðmagi 12 kg
Samtals 2.846 kg
11.5.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.082 kg
Þorskur 648 kg
Steinbítur 352 kg
Keila 62 kg
Ufsi 5 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 2.152 kg
11.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.910 kg
Steinbítur 1.951 kg
Ýsa 1.266 kg
Hlýri 116 kg
Skarkoli 66 kg
Langa 40 kg
Ufsi 30 kg
Karfi 1 kg
Samtals 13.380 kg

Skoða allar landanir »