Áhrifin verða hrikaleg fyrir bæjarfélagið

Bæring hefur verið í útgerð í 30 ár. Hann byrjaði …
Bæring hefur verið í útgerð í 30 ár. Hann byrjaði ungur að dorga í handfæraveiðum. Hann segir að á þeim tíma hafi hann ekki órað fyrir því að mestu boðin og bönnin yrðu lögð á handværaveiðar. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta horfir bara skelfilega við okkur. Við erum búnir að vera í andskotans brælu í maí og júní en svo fór aðeins að dúra og það kom meiri og stærri fiskur.“

Þetta segir Bæring Freyr Gunnarsson, strandveiðimaður í Bolungarvík, en strandveiðar voru stöðvaðar á þriðjudag. Strandveiðimenn hafa boðað til mótmæla á Austurvelli á laugardag og býst Bæring við góðri mætingu.

„Ég á von á svona 150-200 manns og hvet bara alla strandveiðimenn til að mæta, en ekki vera út í horni og segja ekki neitt.“

Það fá allir af þessari köku

Bæring segir um 50-60 báta vera í Bolungarvík og fullyrðir að áhrif stöðvunar veiða verði hrikaleg fyrir byggðalagið. Á þriðjudag voru allir bátar búnir að taka ís og olíu.

„Ætli það séu ekki 700 bátar og störfin í kringum strandveiðarnar eru hátt í tvö þúsund í kringum landið.

Það hafa svo margir atvinnu af þessu. Það eru til að mynda vélsmiðjur og rafvirkjar sem sinna biluðum bátum og vélhlutum. Það fá allir af þessari köku. Vinnslan, þjónustan, flutningurinn, tryggingarnar og svo mætti lengi telja.“

Strandveiðitímabilinu lauk með stöðvun veiðanna á þriðjudag.
Strandveiðitímabilinu lauk með stöðvun veiðanna á þriðjudag. Ljósmynd/Aðsend

Síldin vall upp úr fiskinum

Segir Bæring alla skipstjóra vita, hvort heldur sem er á litlum eða stórum bátum, að það er bullandi fiskur í kringum landið og mikið æti.

„Hann er að stækka og það er bæði kominn makríll inn í lögsöguna og síli. Síldin svoleiðis vall upp úr fiskinum hjá okkur í síðustu túrum og fiskurinn er að verða miklu stærri.

Ef sett væru fjögur þúsund tonn inn í kerfið yrði þetta mun skárra og hefði mikil áhrif á byggðalögin víðs vegar um landið.“

Bæring hefur verið í útgerð í 30 ár. Hann byrjaði ungur að dorga í handfæraveiðum. Hann segir að á þeim tíma hafi hann ekki órað fyrir því að mestu boðin og bönnin yrðu lögð á þær.

Mótmæli klukkan 12 á laugardag

En hvað ætlar hann að fara að gera?

„Ég var með útgerð í tíu ár og með sex manns í vinnu en þurfti að selja út af hruninu. Ég reyndi að beita sjálfur, leigja kvóta og veiða á línu en það var bara sjálfboðavinna. Þannig að ég fór bara suður yfir vetrartímann og hef verið að keyra rútur hjá Reykjavík Excursions-rútufyrirtækinu,“ segir hann. Núna ætlar hann þó að vera fyrir vestan, dytta að bátnum og taka sér eitthvað frí.

Strandveiðimenn hyggjast hittast við Hörpuna klukkan 12 á hádegi á laugardag og er meiningin að ganga þaðan yfir á Austurvöll. Kári Stefánsson heldur tölu og það verða tónlistaratriði og nokkuð þétt dagskrá að sögn Bærings Freys.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.5.24 424,52 kr/kg
Þorskur, slægður 8.5.24 518,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.5.24 210,16 kr/kg
Ýsa, slægð 8.5.24 182,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.5.24 146,57 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.24 132,92 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 8.5.24 210,26 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.5.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.352 kg
Ýsa 169 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 3.549 kg
8.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 2.587 kg
Samtals 2.587 kg
8.5.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.171 kg
Þorskur 366 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.562 kg
8.5.24 Vonin NS 41 Handfæri
Þorskur 53 kg
Ýsa 27 kg
Samtals 80 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.5.24 424,52 kr/kg
Þorskur, slægður 8.5.24 518,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.5.24 210,16 kr/kg
Ýsa, slægð 8.5.24 182,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.5.24 146,57 kr/kg
Ufsi, slægður 8.5.24 132,92 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 8.5.24 210,26 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.5.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.352 kg
Ýsa 169 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 3.549 kg
8.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 2.587 kg
Samtals 2.587 kg
8.5.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.171 kg
Þorskur 366 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.562 kg
8.5.24 Vonin NS 41 Handfæri
Þorskur 53 kg
Ýsa 27 kg
Samtals 80 kg

Skoða allar landanir »