„Þetta er bara heppni og hittir vel á“

Venus NS hefur borið mestan makríl til hafnar það sem …
Venus NS hefur borið mestan makríl til hafnar það sem af er vertíð, en hún er nýhafin. mbl.is/Börkur Kjartansson

Makrílvertíðin byrjar vel hjá Venusi NS, uppsjávarskipi Brims, en skipið hefur landað 3.245 tonnum af makríl sem er langtum meira en flest önnur skip. Vertíðin er nýhafin og hafa flest skip náð að ljúka fyrstu löndun, en Venus hefur landað tvisvar og þá á Vopnafirði í bæði skipti.

Venus er nú á leið til hafnar á Vopnafirði til löndunar í þriðja sinn. „Veiðin er búin að vera rosalega misjöfn en þetta hefur gengið ágætlega. Núna erum við með um 1.450 til 1.500 tonn af makríl og um 70 tonn síld.“ segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Venusi, í samtali við 200 mílur.

Bergur Einarsson, skipstjóri á Venusi NS.
Bergur Einarsson, skipstjóri á Venusi NS. Ljósmynd/Akraneskaupstaður

Hann bendir á að veiðarnar eru stundaðar sem samstarf þriggja uppsjávarskipa Brims, Víkings AK, Svans RE og Venusar. „Við hjálpumst allir að og skiptist á milli hver fer í land.“ Samstarf skipa er algeng aðferð og er því Bergur spurður hvað skýri það að Aflinn hafi verið eins góður og raun ber vitni. „Þetta er bara heppni og hittir vel á.“

Venus tók einn túr á makrílvertíðinni í Smugunni en hefur annars verið á veiðum austur af Íslandi. „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður. Það voru komnir 20 metrar þegar við lögðum af stað heim í nótt. Það er búin að vera leiðinda norður- og norðaustangaddi, það hentar ekki vel til makrílveiða. Það er ánægjulegt hvað flotinn hefur náð að veiða hérna inni í íslenskri lögsögu. Það skiptir mjög miklu máli og þetta er alveg rosalega fallegur fiskur,“ segir Bergur.

Fjöldi skipa á miðunum

Íslensku uppsjávarskipin hafa þegar landað 22.100 tonn af makríl sem er um 15% af heildarkvóta vertíðarinnar. Eftir eru 121.667 tonn, samkvæmt skráningu Fiskistofu.

Á eftir Venusi fylgir Vilhelm Þorsteinsson EA með 2.772 tonn og svo Víkingur AK með 1.969 tonn. Síldarvinnsluskipin Beitir NK og Börkur NK eru með fjórða og fimmta mesta afla það sem af er makrílvertíð, Beitir með 1.623 tonn og Börkur mep 1.504 tonn.

Fjöldi skipa er nú á miðunum rétt austur af landinu, norðaustur af Rauðatorginu svokallaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 337,21 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 304,30 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,38 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 988 kg
Þorskur 77 kg
Skarkoli 2 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.068 kg
10.5.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.373 kg
Þorskur 129 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 1.549 kg
10.5.24 Guðmundur Arnar EA 102 Grásleppunet
Grásleppa 1.843 kg
Þorskur 261 kg
Ufsi 16 kg
Skarkoli 11 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.139 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 337,21 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 304,30 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,53 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,38 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.5.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 988 kg
Þorskur 77 kg
Skarkoli 2 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.068 kg
10.5.24 Hafdís NS 68 Grásleppunet
Grásleppa 1.373 kg
Þorskur 129 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 1.549 kg
10.5.24 Guðmundur Arnar EA 102 Grásleppunet
Grásleppa 1.843 kg
Þorskur 261 kg
Ufsi 16 kg
Skarkoli 11 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.139 kg

Skoða allar landanir »

Loka