Segir samninganefnd vélstjóra sniðgengna

Ekki eru allir í samninganefnd vésltjóra sáttir með kjarasamninginn sem …
Ekki eru allir í samninganefnd vésltjóra sáttir með kjarasamninginn sem félagsmenn VM greiða nú atkvæði um. Telur amk. einn nefndarmanna að nefndin hafi verið sniðgengin við gerð samningsins. mbl.is/Árni Sæberg

Fulltrúi í samninganefnd Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) segir nefndina hafa verið sniðgengna af forystu stéttarfélagsins í tengslum við gerð nýs kjarasamnings við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) vegna vélstjóra á fiskiskipum.

„Ég sit í samninganefnd og vandinn er sá að þessi nefnd fundar ekki. Ég setið í nefndinni síðan 2019 og við erum búin að funda fjórum sinnum,“ segir Þröstur Auðunsson í samtali við 200 mílur. „Það er hluti af samninganefndinni sem er alfarið á móti þessum samningum og vinnubrögðunum í kringum þetta.“

Greint var frá því 22. febrúar að fulltrúar VM hefðu undirritað nýjan kjarasamning fyrir vélstjóra og hófst atkvæðagreiðsla um samningana á þriðjudag siðastliðinn en atkvæðagreiðslu lýkur 5. mars.

Önnur aðferð en síðast

Þröstur segir það fyrirkomulag sem viðhaft hafi verið eftir að nýr kjarasamningur hafi verið gerður hafi verið frábrugðið því sem gerðist á síðasta ári, en sá samningur var felldur í atkvæðagreiðslu.

Fundur hafi verið boðaður þegar fyrir lágu drög að endanlegum samningi og hann borinn undir samninganefnd vélstjóra. Nefndin hafnaði samningsdrögunum og var í kjölfarið unnið að breytingum á samningnum áður en hann var borinn undir nefndina á ný sem samþykkti drögin og samningurinn síðan undirritaður og efnt til atkvæðagreiðslu um hann meðal félagsmanna.

Annarri aðferð hafi verið beitt í síðustu viku. „Við fáum uppkast af samningi í tölvupósti og til stendur að funda um þennan samning með einum eða öðrum hætti auk þess sem beðið var um athugasemdir. Við sendum nokkrir úr nefndinni inn athugasemdir. Svo klukkan um tíu eða ellefu að kvöldi 21. febrúar fáum við tölvupóst um að hann [Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM] ætli að skrifa undir morguninn eftir, en það var aldrei haldinn fundur um þennan samning. Greinilega var búið að vinna einhverja vinnu sem við tókum ekki þátt í. Ég spyr hvers vegna það eigi að hafa nefnd sem fundar ekki?“

Þröstur útskýrir að aðalmálið í þessu sé ekki endilega hvaða stefna verði fyrir valinu heldur að það sé unnið að sameiginlegri niðurstöðu. „Það þarf að ræða málin. Forystumenn þessa félags halda spilunum mjög þétt að sér.“

Kveðst hann hafa mætt á kynningarfund vegna kjarasamningsins á þriðjudag og lýst aftsöðu sinni.

Vill ræða efnisatriðin

Auk þess sem Þröstur gagnrýnir aðferðafræðina bendir hann á fjölda atriða sem honum finnst betur megi fara í kjarasamningnum og atriði sem hann hefði viljað sjá rætt á fundi samninganefndar.

„Það er til dæmis ekkert farið í fiskverð í þessum samningi. Jú, það er talað um að funda tvisvar [með áhöfn] fyrir og eftir vertíð og það er bara til að segja þeim hvernig þetta [uppgjör] var. Svo skiptir engu þó norsku og færeysku togararnir landa þarna fyrir austan, jafnvel úr sömu torfunni, þá eru þeir með helmingi hærra verð en Íslendingarnir. Það er enginn áhugi á að hrófla við þessu,“ segir Þröstur.

Hann finnur einnig að samningstímanum sem eru níu ár og bendir á að samningar annarra á vinnumarkaði séu fjögur.

Þá segir hann framsetningu á launahækkun ekki rétta. „Þeir tala um hækkun á tímakaupi en þessi hækkun er 6% yfir verðbólgu frá 2019. Það er öll hækkunin þó hún sé eitthvað stærri á pappírnum.“

„Ég er kannski róttækur, ég veit það, en það á að vera hægt að ræða þetta,“ segir hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,62 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,62 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »