„Óvenju lítið af fiski á suðvesturmiðunum“

Vigri RE er núna bara í ýsukroppi. Óvenju lítið af …
Vigri RE er núna bara í ýsukroppi. Óvenju lítið af fiski hefur verið á togaraslóð suðvestur af landinu í vetur að sögn Arnars Ævarssonar skipstjóra. mbl.is/Árni Sæberg

Hægur gangur er í veiðum togaranna sem eru á fiskimiðunum suðvestur af landinu og er búin að vera heldur meiri bræla en búist var við.

„Það er búið að vera rólegt hjá okkur. Við erum búnir að vera á Eldeyjarbanka og Selvogsbanka, erum á einhverju ýsukroppi núna Það er búið að vera mjög rólegt hjá togurunum á öllu suðvestursvæðinu,“ segir Arnar Ævarsson, skipstjóri á Vigra RE.

Spurður hvort það sé hrygningartímabilið sem er að valda því að hafi fiskast lítið svarar Arnar: „Það er búið að vera mjög mikið fyrir innan [12 mílna] línuna, en þetta er búið að vera óvenju lítið af fiski á suðvesturmiðunum alla vertíðina held ég. Það vantar ufsann í þetta og ekki búið að vera mikið af þorski á togaraslóðinni heldur.“

Arnar bendir á að aðeins brot af aflaheimildum í ufsa hafa verið nýttar, en gefinn var út rúmlega 68 þúsund tonna ufsakvóti fyrir yfirstandandi fiskveiðiár en fiskiskipin hafa aðeins landað um 19 þúsund tonnum. Kveðst hann hafa áhyggjur af stofninum. „Það hefur ekki fundist ufsi á vertíðinni, þetta er alvarlegt mál. Það er miklu minna til af honum en þeir leyfa að veiða, það er bara svoleiðis.“

Er karfinn að þvælast fyrir? „Ekki núna, það er ekki mikið af gullkarfa hér en óhemju mikið af honum á gullkarfa-svæðunum. Það sem hefur truflað okkur mest er mikið af djúpkarfa sem kemur með veiðum á gulllaxi, djúpkarfakvótinn er farinn.“

Veðurfræðingarnir klikkað

Arnar segir reynslu síðustu daga kannski ekki gefa rétta mynd af stöðunni á miðunum þar sem veður hefur truflað veiðar.

„Þeir hafa eitthvað klikkað veðurfræðingarnir, það eru búnir að vera einhverjir 20 metrar í fjóra til fimm daga hérna á Selvogsbankanum og Eldeyjarbankanum. Ég er búinn að vera einhverja fimm sex daga á sjó og búið að vera bræla í fimm eða fjóra. Þannig að þeir eru kannski ekki alveg marktækir þessir dagar.“

Aðeins hefur farið að lægja og eru bundnar vonir við að fiskast betur á komandi dögum.

Fleiri togarar eru á veiðum suðvestur af landinu en einhverjir eru nýmættir. Var bæði Breki VE og Helga María RE í fyrsta holi þegar heyrt var í áhöfnunum í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 391,92 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,19 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 5.340 kg
Steinbítur 842 kg
Ýsa 796 kg
Skarkoli 21 kg
Langa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 7.003 kg
1.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 434 kg
Þorskur 227 kg
Ýsa 77 kg
Ufsi 22 kg
Langa 8 kg
Samtals 768 kg
1.5.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 3.314 kg
Sandkoli 558 kg
Ýsa 20 kg
Þorskur 16 kg
Samtals 3.908 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 391,92 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,19 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 5.340 kg
Steinbítur 842 kg
Ýsa 796 kg
Skarkoli 21 kg
Langa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 7.003 kg
1.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 434 kg
Þorskur 227 kg
Ýsa 77 kg
Ufsi 22 kg
Langa 8 kg
Samtals 768 kg
1.5.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 3.314 kg
Sandkoli 558 kg
Ýsa 20 kg
Þorskur 16 kg
Samtals 3.908 kg

Skoða allar landanir »