Ánægður með fyrstu flökunarvél sinnar tegundar

Óðinn Gestsson (t.v.) og Karl Ásgeirsson við afhendingu Baader 189 …
Óðinn Gestsson (t.v.) og Karl Ásgeirsson við afhendingu Baader 189 Pro vélarinnar um mitt síðasta ár. Óðinn segir vélina reynast vel. Ljósmynd/Baader Íslandi

Fiskvinnslan Íslandssaga á Suðureyri var meðal fyrstu fyrirtækjanna til að taka í notkun flökunarvél af gerðinni Baader 189Pro og hefur hún reynst mjög vel að sögn Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Baader Íslandi.

Fram kemur að vélin var tekin í notkun um mitt síðasta ár en hún er afrakstur mikillar þróunarvinnu starfsmanna Baader Ísland í nánu samstarfi við helstu viðskiptavini fyrirtækisins auk þess var vélin framleidd á Íslandi.

Greint er frá því að miklar væntingar hafa verið gerðar til vélarinnar ekki síst vegna þess að henni er ætlað að koma í stað og ná betri árangri en fyrirrennarinn Baader 189 sem sögð er hafa verið burðarás í fiskiðnaði um allan heim í áratugi.

„Við höfum langa og góða reynslu af Baader 189 vélinni og var okkar starfsfólk því mjög spennt að sjá hvort sú nýja tæki henni fram á jafn mörgum sviðum og stefnt var að. Eftir nokkurra mánaða notkun hinnar nýju vélar eru okkur ljóst að allar helstu væntingar hafa staðist og gott betur“ segir Óðinn.

Íslandssaga hf. rekur fiskverkun á Suðureyri.
Íslandssaga hf. rekur fiskverkun á Suðureyri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tölvustýring bætir nýtingu

Sérstakt markmið í  þróunarferlinu var að sjá til þess að tölvustýrðir mótorar vélarinnar tryggðu að hnífar kæmust nær beinum og gæfu því enn betri nýtingu en hjá eldri vélum. Auk þess er öllum breytingum á milli fiskstærða og tegunda nú stýrt á einfaldan hátt frá tölvuskjá vélarinnar. Þá var hönnun alls ytri búnaðar miðuð við hámarksöryggi við notkun vélarinnar og til að auðvelda þrif og viðhald auk þess sem vélin eru öll úr ryðfríu stáli.

„Við verkum fisk fyrir mjög kröfuharða kaupendur og því afar mikilvægt að tryggja jöfn og umfram allt,  góð gæði. Við höfum því í gegnum tíðina veðjað á framleiðslu og þjónustu Baader til þess að standast miklar  og síauknar kröfur okkar kaupenda en tryggja jafnframt að bætt nýting skapi betri afkomu í vinnslunni. Ég er sannfærður um að við séum ekki að tjalda til einnar nætur með kaupum á Baader 189Pro heldur tryggja enn betur stöðugleika í framleiðslunni til lengri tíma“ segir Óðinn.

Karl Ásgeirsson viðskiptastjóri Baader á Íslandi segir í tilkynningunni góðan árangur nýju vélarinnar ánægjulega staðfestingu á því mati Baader á sínum tíma að þróun og smíði vinnsluvéla fyrirtækisins fyrir hvítfisk væri best komin í höndum starfsmanna Baader á Íslandi. Þróun vélarinnar hafi því farið fram í nálægð og nánu samstarfi við fiskverkendur og viðskiptavini Baader til áratuga. Það samstarf hafi tekist vonum framar.     

Nýja flökunarvélin verður til sýnis á bás Baader á sjávarútvegssýningunni í Barcelona síðar í þessum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 422,15 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 233,25 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,71 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,44 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 862 kg
Þorskur 284 kg
Samtals 1.146 kg
29.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.864 kg
Þorskur 47 kg
Rauðmagi 36 kg
Samtals 1.947 kg
29.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.773 kg
Þorskur 315 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 2.121 kg
29.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 3.080 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 64 kg
Grásleppa 9 kg
Ýsa 7 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.432 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 422,15 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 233,25 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,71 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,44 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 862 kg
Þorskur 284 kg
Samtals 1.146 kg
29.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.864 kg
Þorskur 47 kg
Rauðmagi 36 kg
Samtals 1.947 kg
29.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.773 kg
Þorskur 315 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 2.121 kg
29.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 3.080 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 64 kg
Grásleppa 9 kg
Ýsa 7 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.432 kg

Skoða allar landanir »