Er ufsinn ofveiddur eða stuðlar hann að ofveiði?

Illa hefur gengið að veiða allan þann ufsa sem heimildir …
Illa hefur gengið að veiða allan þann ufsa sem heimildir eru fyrir undanfarin ár. Ljósmynd/Guðmundur Alfreðsson

Skipstjórar hafa velt því fyrir sér hvort heimildir í ufsa séu umfram það sem forsvaranlegt er auk þess sem vísidnamenn hafa lýst áhyggjum af því að tegundatilfærslur heimilda í ufsa stuðli af ofveiði annarra stofna, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

Aðeins hefur tekist að landa um 30% af þeim 68.546 tonnum sem veiðiheimildir eru fyrir í ufsa á þessu fiskveiðiári, 2023/2024, sem hófst 1. september síðastliðinn. Á síðasta fiskveiðiári var veiðihlutfallið aðeins 51,2% sem er töluvert minna en fiskveiðiárið 2021/2022 þegar það var 65,7%. Fiskveiðiárið 2020/2021 veiddist upp í 59,8% af úthlutuðum veiðiheimildum.

Ef litið er til fiskveiðiáranna 2020/2021 til 2022/2023 hefur fiskiskipaflotinn fengið úthlutaðar heimildir fyrir 229.762 tonnum af ufsa og aðeins tekist að veiða 135.660 tonn eða um 59%. Því hafa heimildir upp á 94.102 tonn verið ónýttar. Ef bætt er við því sem ekki hefur tekist að nýta það sem af er þessu fiskveiðiári eru 141.855 tonna heimildir ónýttar.

Veiðar umfram ráðgjöf?

Í síðustu ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir ufsa segir að staða stofnsins sé góð. „Veiðiálag stofnsins er yfir aflareglu stjórnvalda og kjörsókn en fyrir neðan gátmörk og varúðarmörk. Stærð hrygningarstofns er yfir aðgerðarmörkum, gátmörkum og varúðarmörkum.“

Að ekki hafi tekist að veiða upp í ufsakvótann hafi hins vegar í för með sér önnur vandamál. „Landaður afli hefur verið talsvert undir aflamarki síðan árið 2013. Hluti þessara ónýttu aflaheimilda hefur verið nýttur í tegundatilfærslu. Þetta getur leitt til þess að afli í öðrum tegundum sé umfram ráðgjöf og útgefið aflamark,“ segir í ráðgjafarskjali Hafrannsóknastofnunar.

Fyrr í mánuðinum sagði Arnar Ævarsson, skipstjóri á Vigra RE, í samtali við 200 mílur á mbl.is að ekki hefði fundist ufsi alla vertíðina þennan veturinn. „Það er miklu minna til af honum en þeir leyfa að veiða, það er bara svoleiðis,“ sagði hann. Fleiri skipstjórar sem rætt hefur verið við taka undir þessi sjónarmið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 394,28 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,34 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 169,98 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 143,59 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.291 kg
Ýsa 153 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.483 kg
30.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.943 kg
Ufsi 328 kg
Þykkvalúra 189 kg
Karfi 80 kg
Ýsa 57 kg
Steinbítur 31 kg
Sandkoli 15 kg
Samtals 2.643 kg
30.4.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 4.085 kg
Samtals 4.085 kg
30.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 611 kg
Þorskur 308 kg
Samtals 919 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 394,28 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,34 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 169,98 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 143,59 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.291 kg
Ýsa 153 kg
Steinbítur 39 kg
Samtals 4.483 kg
30.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.943 kg
Ufsi 328 kg
Þykkvalúra 189 kg
Karfi 80 kg
Ýsa 57 kg
Steinbítur 31 kg
Sandkoli 15 kg
Samtals 2.643 kg
30.4.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 4.085 kg
Samtals 4.085 kg
30.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 611 kg
Þorskur 308 kg
Samtals 919 kg

Skoða allar landanir »