VW breytir táknmerkinu

Hið fræga táknmerki Volkswagen hefur tekið lítilsháttar breytingum í áranna …
Hið fræga táknmerki Volkswagen hefur tekið lítilsháttar breytingum í áranna rás.

Volkswagen hefur ákveðið að ganga til móts við nýja tíma rafdrifinna bíla með því að endurhanna táknmerki sitt.

Táknmerkið hefur öðru hverju tekið smávægilegum og varfærnislegum útlitsbreytingum frá því það kom til skjalanna á fjórða áratug nýliðinnar aldar.

Síðast var hresst upp á merkið 2012 en nú er sagt, að nýja merkið taki stakkaskiptum og verði ekki „eins þýskt“ og áður, án þess að það væri skýrt nánar.

Boðað er að nýtt merki verið kynnt til sögunnar á næsta ári. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: