BMW dregur á Mercedes

Hinn nýi BMW 6 Series GT.
Hinn nýi BMW 6 Series GT. AFP

Keppni BMW og Mercedes um sölu lúxusbíla harðnar stöðugt og sækir fyrrnefndi bílsmiðurinn á risann frá Stuttgart.

Sala Mercedes í ágústmánuði dróst saman um 8,5% en hins vegar jókst hún hjá BMW um 3,2%. Frá áramótum hefur fyrrnefndi bílsmiðurinn þó selt fleiri lúxusbíla, eða 1.512.000 eintök miðað við 1.365.000 eintök BMW. Þriðji framleiðandi gæðabíla í Þýskalandi, Audi,  hefur selt 1,27 milljónir bíla í ár.   

Hjá BMW hefur sala rafdrifinna bíla aukist mest á árinu eða um 62,3% Hefur bílsmiðurinn afhent 82.977 bíla af því tagi í ár og er það 43,3% aukning miðað við sama tímabil í fyrra.

mbl.is