Ítalskur sportbíll fyrir íslenskar aðstæður

Hörðustu aðdáendur ítalska sportbílaframleiðandans Lamborghini vissu ekki alveg hvað þeir áttu að halda þegar fréttist að von væri á jeppa frá fyrirtækinu.

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, útvarpskona á K100, fékk að prufukeyra Urus á dögunum og var alls ekki að kippa sér upp við það þótt vélin væri „bara“ átta strokka. 

Hér er smá stríðnisklippa fyrir lesendur, en síðar í vikunni kemur út lengra myndband þar sem fjallað er ítarlega um þetta stórmerkilega ökutæki.

Í millitíðinni má lesa um tryllitækið í Bílablaði Morgunblaðsins sem kemur út í dag.

mbl.is