Hamilton málaður á bíl

Paul Karslake að reka smiðshöggið á meistarastykki sitt.
Paul Karslake að reka smiðshöggið á meistarastykki sitt.

Listmálari að nafni Paul Karslake hefur fagnað fimmta heimsmeistaratitli Lewis Hamilton í formúlu-1 með óvenjulegum hætti.

Hefur hann mundað pensla sína á CLK 500 frá 2002 með öflugri V8-vél. Er verkið allsherjar óður til hins fimmfalda formúlumeistara. Af honum er stór andlitsmynd á húddinu, en annars hafði Karslake formúlubíl Hamiltons sem mest í huga við útfærslu skreytingarinnar.

Auk málarapennsla brúkaði hann líka sprautubrúsum við gerð meistarastykkis þessa. Að lokum fékk yfirbyggingin sex umferðir af glæru lakki.

CLK-bíllinn er ekki staðaleintak heldur sérútbúið. Situr hann til að mynda á uppfærðri Bilstein fjöðrunarkerfi og er á Cosmis Racing hjólum. Púströrið er sömuleiðis sérvalið til að framleiða kröftugan hávaða. Loks eru vindskeiðar og búnaður til að bæta flæði lofts um bílinn.

Bíll þessi verður meðal muna og gripa á Historics-uppboðinu 24. nóvember næstkomandi sem fram fer í Mercedes-Benz World miðstöðinni í Surrey, sunnan við London.Vonast er til að hann fari á að minnsta kosti 20-25 þúsund pund, jafnvirði 3,2 til 4,0 milljónir íslenskra króna.

Hamilton-skreytti Mercedes-Benz CLK 500 bíllinn er tiltölulega óárennilegur.
Hamilton-skreytti Mercedes-Benz CLK 500 bíllinn er tiltölulega óárennilegur.
mbl.is