Gúmmínaglar í stað álnagla

Nýi ContiFlexStud gúmmínaglinn. Bolur hans úr gúmmíi umlykur málmtitt. Við …
Nýi ContiFlexStud gúmmínaglinn. Bolur hans úr gúmmíi umlykur málmtitt. Við prófanir hafa þessir naglar slitnað minna og hraðar en hefðbundnir álnaglar.

Ný tækni negldra hjólbarða veitir betra veggrip, dregur úr hávaða og slítur asfaltinu minna, segir dekkjafyrirtækið Continental.

Hér er um að ræða hjólbarða sem negldir eru svonefndum ContiFlexStud nöglum sem samanstanda af málmtitti og gúmmístofni.

„Hefðbundnir álnaglar þröngva sér ekki gegnum klaka, stífur stofn þeirra kemur í veg fyrir það. Gúmmínaglinn með málmtitti inni í stingst lengra niður í klakann og bætir því rásfestuna. Þar fyrir utan losna miklu færri naglar úr dekkinu en hefðbundnir naglar,“ segir Marco Gellings, þróunarstjóri Continental, í tilkynningu.

Rannsóknir Continental hafa leitt í ljós, að nýju nagladekkin veita 7% betri rásfestu á ísilögðum vegi. Þá segir að vegna þess hvernig nýi naglinn herðist inn í hjólbarðann við framleiðslu sitji hann fastar í dekkinu en hefðbundnir naglar. Haldist nýju naglarnir því lengur í dekkinu.

Því er loks haldið fram af Continental hálfu, að vegna sveigjanleika ContiFlexStud gúmmínaglanna eigi sér stað 20% minna slit á malbiki. Eiginleikar þeirra gera og að verkum að mun minni hávaði stafar frá dekkjum búnum nýju nöglunum.

Continental mun sinna umfangsmiklum prófunum á nýju naglatækninni í Noregi í vetur á 18 tommu svonefndum IceContact 2 dekkjum. Tilraunir sem þegar hafa átt sér nýlega stað í Svíþjóð þykja lofa einkar góðu. Gerir Continental sér vonir um að dekkin komi í almenna notkun á næsta ári. agas@mbl.is

Við prófanir hafa álnaglar slitnað meira og hraðar en gúmmínaglanrnir …
Við prófanir hafa álnaglar slitnað meira og hraðar en gúmmínaglanrnir nýju.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: