Bond snýr aftur á rafbíl

Daniel Craig og Judi Dench í Skyfall og óvistvænn Aston …
Daniel Craig og Judi Dench í Skyfall og óvistvænn Aston Martin í bakgrunni.

Kvikmyndir James Bond einkennast af snjöllum tæknibrellum  og nú hefur hann ákveðið að hverfa frá bílum sem brenna jarðeldsneyti og taka í staðinn rafbíl í sína þjónustu.

Bond hefur ekki verið tákn um umhverfissinna en fregnir herma að hann ætli héðan í frá að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir skaðlegar loftslagsbreytingar. Því mun Daniel Craig munu sitja undir stýri Aston Martin Rapide E í nýjustu mynd sinni, 25. Bond-myndinni, sem væntanleg er á næsta ári. 

Aðeins hafa verið framleidd  155 eintök af rafbílnum Aston Martin Rapide E og kostar eintakið um 250.000 sterlingspund, jafnvirði tæplega 40 milljóna króna. Aston Martin hefur komið við sögu Bond-mynda lengi, eða frá 1964, er Sean Connery ók DB5 sportbíl í kvikmyndinni Goldfinger.

Vinnutitill nýju myndarinnar er „Shatterhand“. Tökur á henni hefjast í apríl og stefnt er að hún komi í kvikmyndahús að ári, apríl 2020.

mbl.is