Audi slátrar TT og R8 í hættu

Dagar Audi TT eru taldir.
Dagar Audi TT eru taldir.

Þýski bílsmiðurinn Audi hefur ákveðið að hætta framleiðslu TT-sportbílsins og annar annálaður sportbíll,  R8, kunna að bíða sömu örlög. Mun rafbíll leysa TT af hólmi.

Audi segir það  ekki lengur efnahagslega skynsamlegt að smíða þessa tvo bíla. Ástæða þessa er stefnubreyting sem felur í sér mikla áherslu  fyrirtækisins á sjálfbærni í bílasamgöngum.

Mun rafvæðing ráða ferðinni í framtíðinni en Audi segir áætlanir sínar gera ráð fyrir að árið 2025 verði rúmlega 30 smíðisbílar fyrirtækisins knúnir rafmagni, þar af 20 hreinir rafbílar.

Takmark Audi er að selja milljón raf- og tengiltvinnbíla um miðjan næsta áratug.

mbl.is