Áfram söluhæsti lúxusbíllinn

Rafbíllinn Mercedes-Benz EQC verður kynntur á Íslandi í september nk.
Rafbíllinn Mercedes-Benz EQC verður kynntur á Íslandi í september nk.

Alls seldust 1.134.729 Mercedes-Benz bílar á heimsvísu á fyrri helmingi ársins 2019.

Í tilkynningu segir að Mercedes-Benz sé því áfram mest selda bílamerkið í lúxusbílaflokki þrátt fyrir talsverðar breytingar á módelum en nýjar kynslóðir bíla hafa verið að taka við hjá bílsmiðnum að undanförnu. Salan er 4,6% lægri hjá Mercedes-Benz miðað við sama tímabil í fyrra en þá setti fyrirtækið sölumet.

„Eftir erfiða byrjun á árinu í bílasölu hefur salan náð að rétta talvert úr kútnum. Við teljum að þetta sé mjög viðunandi árangur miðað við gang mála í bílasölu í heiminum. Við erum stolt og ánægð að Mercedes-Benz heldur efsta sætinu sem mest seldi lúxusbíll heims. Framundan eru spennandi tímar á árinu m.a. hinn nýi EQC rafbíll og auk þess kemur ný kynslóð af GLC sem hefur verið mest seldi sportjeppi Mercedes-Benz síðustu ár," segir Britta Seeger, stjórnarmaður hjá Daimler, móðurfélagi Mercedes-Benz.

Þýski bílsmiðurinn seldi alls 457.595 bíla í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins. Naut hann sölumets í Frakklandi, Spáni, Póllandi, Kína og Víetnam á fyrri helmingi ársins. Mest seldu bílar Mercedes-Benz á þessu tímbili voru A-Class á heimsvísu og B-Class og nýr CLA í Evrópu.

Rafbíllinn EQC verður kynntur á Íslandi nú í september. Ísland er meðal fyrstu markaðssvæða heims sem kynnir þennan hrein rafknúna sportjeppa sem verður með drægi upp að að allt 417 km miðað við nýja WLTP staðalinn og hröðunin úr kyrrstöðu í hundraðið er aðeins 5,1 sekúnda.

mbl.is