Ilmurinn fylgir manni um allt

Bílailmurinn nýi er af dýrari gerðinni.
Bílailmurinn nýi er af dýrari gerðinni.

Séu menn á þeim buxunum að finna nautn í angan einkabílsins þá þurfa þeir ekki lengur að fara út í bílinn sinn til að njóta hennar. Nú fæst hún sem ilmvatn.

Algengt er að kaupendur nýrra bíla dásami lyktina í farþegarýminu. Með tímanum vill hún þó missa sjarmann vegna notkunar bílsins í mengun þéttbýlisins.

Netbílasalan Auto Trader í Englandi hefur ráðið bót á þessu og býður nú viðvarandi nýilm í bílnum. Skellti fyrirtækið sér í ilmvatnsframleiðslu og nú er ilmurinn eftirsótti kominn í sölu.

Þar er ekki um að ræða billegt loftfrískunarspjald heldur splunkunýjan gæðilm undir heitinu Auto Trader: Eau de New Car. Við þróun ilmsins kom í ljós, að minnst fjórðungur þátttakenda í könnun tengdu ilminn við velgengni og farsæld.

Í nokkuð fyndinni fréttatilkynningu þar sem ilmurinn er sagður „farsæld í flösku“ segir, að í ilmurinn gaumi að örfínni leðurangan og vaxi; ilmi úrvalsbíla.“

Galli á gjöf Njarðar er, að bílailmurinn er ekki af billegu gerðinni. 50 millilítra flaska kostar 175 sterlingspund, eða sem svarar 28.000 íslenskum krónum. agas@mbl.is

Bílailmurinn nýi er af dýrari gerðinni.
Bílailmurinn nýi er af dýrari gerðinni.
mbl.is