Þotubíllinn Learmousine falur

Learmousine má aka í venjulegri umferð.
Learmousine má aka í venjulegri umferð.

Þar sem bandarískur bílavefur birti myndir af hinu óvenjulega fararatæki Learmousine í gær má trúa því að hér sé ekki aprílgabb á ferðinni.

Learmousine er tæplega 13 metra langt farartæki og 2,5 metrar á breidd og með heimild til aksturs í venjulegri umferð. Með sínum 18 sætum er hann upplagður til að fara með vinum og félögum á djammið. Í bílnum er 42 tommu flatskjár, minibar og 17.000 vatta hljómkerfi með hátölurum inni í farartækinu og utan.

Öfluga vél þarf til að koma  Learmousine úr sporunum en það sér 8,1 lítra slagrýmis V8-vél frá Chevrolet.

Upphaflega var um að ræða einkaþotu af gerðinni Learjet. Tók það tvö ár að hana og þróa undirvagn hennar en hann varð að vera nógu stífur til að bera skrokk þotunnar. Fjöðrunarbúnaður var hannaður frá  grunni og hið sama er að segja um allt rafkerfi farartækisins, sem fyrst kom fyrir sjónir almennings í Dallas í Bandaríkjunum í hitteðfyrra,  2018.

Þeir sem eru nógu efnaðir gætu eignast þessa Learmousine. Til þess þarf bara að sækja Mecum uppboðið í Indianapolis, sem fram fer dagana 12. til 17. maí næstkomandi að óbreyttu. Og bjóða nógu hátt í gripinn. Fylgir kerra fyrir bílinn með og eitt stykki Chevrolet Silverado 2500 HD frá 2015 sem er nógu öflug til að toga farartækið óvenjulega. 

Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
Learmousine
mbl.is