Öllum eigendum Toyota- og Lexus-bíla stendur trygging til boða

Mynd úr safni af sýningarsal Toyota. Samstarf TM og Toyota …
Mynd úr safni af sýningarsal Toyota. Samstarf TM og Toyota á Íslandi bætir þjónustu við eigendur Toyota- og Lexus-bifreiða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Toyota á Íslandi, í samstarfi við TM, kynnti í byrjun árs þann valkost að kaupa sérstakar Toyota- og Lexus-ökutækjatryggingar.

Í fyrstu var þessi þjónusta aðeins í boði fyrir bíla sem keyptir hafa verið hjá Toyota- og Lexus-umboðunum en nú hefur verið ákveðið að víkka þjónustuna út og bjóða hana öllum eigendum Toyota- og Lexus-bifreiða.

Trygginguna má kaupa í gegnum Vádísi, stafrænan söluráðgjafa TM, á heimasíðunum toyotatryggingar.is og lexustryggingar.is sem fóru í loftið fyrr í vikunni.

Í tilkynningu segir að Toyota- og Lexus-ökutækjatryggingum fylgi ýmis fríðindi, s.s. að fá bíl að láni allan þann tíma sem bíll er í viðgerð vegna kaskótjóns – en ekki í aðeins fimm daga eins og annars er reglan. Miðast tryggingarnar við að viðgerðir séu framkvæmdar á vegum viðurkenndra þjónustuaðila Toyota á Íslandi og tryggt að viðurkenndir Toyota- og Lexus-varahlutir séu notaðir í allar viðgerðir. ai@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: