Nýr RAV4-tengiltvinnbíll í fluggírnum

Toyota RAV4 er komin í tengiltvinnútgáfu.
Toyota RAV4 er komin í tengiltvinnútgáfu.

Á dögunum var staddur hér á landi, í stuttu stoppi á miðri sýningarferð um Evrópu, splunkunýr handsmíðaður tengiltvinnbíll frá Toyota af gerðinni RAV4, sannkallað flaggskip hybridflota Toyota, en RAV4 var mest seldi bíll á Íslandi árið 2019.

Þar sem ekki var leyfilegt að aka bílnum úti í umferðinni var honum sleppt lausum í vernduðu umhverfi, á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði. Þar fékk blaðamaður Bílablaðsins að fylgjast með honum leika listir sínar, fram og aftur brautina.

Bíllinn er kraftmikill, ein 306 hestöfl, sem skila honum á 6,2 sekúndum upp í hundraðið. RAV4-tengiltvinnbílar eru nýjung frá Toyota. Hingað til hefur fyrirtækið látið nægja að framleiða hybridútgáfu af bílnum sem hleður rafmagni inn á batteríið þegar stigið er á bremsuna. Hér er gengið skrefi lengra og bíllinn er þrælskemmtilegur á að líta. Eyðslan er uppgefin 1,3 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri og bíllinn sagður geta ekið 65 kílómetra á rafmagni við kjöraðstæður. Eftir það tekur hybridvélin við.

Samkvæmt upplýsingum frá Toyota á Íslandi þarf ekki að bíða lengi eftir að fá tækifæri til að festa sér bílinn, hann er væntanlegur á markað hér á seinni hluta þessa árs. tobj@mbl.is

Toyota RAV4 er komin í tengiltvinnútgáfu.
Toyota RAV4 er komin í tengiltvinnútgáfu.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: