T-Cross á miklu flugi

Nokkrar sviptingar hafa orðið á lista yfir söluhæstu bíla Evrópu í ár miðað við í fyrra. Skýringanna er að hluta til að leita í kórónuveirufaraldrinum.

Volkswagen Golf heldur forystunni með 109.060 bíla selda fyrri helming ársins sem er 46,4% samdráttur frá sama tíma í fyrra. Renault Clio hinn franski klifraði upp í annað sætið með 95.071 seldan bíl, sem er 33,9% samdráttur.

Volkswagen Polo varð í þriðja sæti með 82.474 eintök og  45,4% samdrátt. Frá upphafi hafa 14 milljónir eintaka af Póló komið á götuna og er hann meðal allra vinsælustu smábíla sögunnar. Sjötta kynslóð hans sá dagsins ljós 2017.

Fjórð sæti á listanum skipar Volkswagen Tiguan með 77.983 eintök sem er 38.5% samdráttur frá í fyrra. Í næstu sætum urðu Skoda Octavia með 74.571 bíla (-35.4%) og Ford Focus í 71.058 eintökum (-38%).

Opel Corsa skaust upp um fjögur sæti og situr nú í því sjöunda með  66.216 bíla (-36.5%).

Áttunda sætið skipar Peugeot 208 með 66.201 bíla (-39.2%) og í níunda  Nissan Qashqai sem fór í 65.764 eintökum (-37.5%) frá áramótum til júníloka.

Í tíunda sætinu er svo að finna Ford Fiesta – sem sat í sama sæti í fyrra   – með 57.772 nýskráningar  (-45.8%).

Segja má að stjarna ársins sé Volkswagen T-Cross sem selst hefur í  200,3% fleiri eintökum en 2019, eða 39.976. Er bíllinn í 29. sæti listans yfir söluhæstu bíla Evrópu frá áramótum.

mbl.is