Deilt um hvort Ford væri forn

Þesi Ford Crown Victoria er óumdeilanlega gamall.
Þesi Ford Crown Victoria er óumdeilanlega gamall. Ljósmynd / Wikipedia

Bíleigandi sem á gamlan Ford-bíl var ekki sáttur við það þegar hann var rukkaður um bifreiðagjöld fyrir þetta ár, enda taldi hann bílinn vera orðinn 25 ára. Hann kærði álagninguna til ríkisskattstjóra og krafðist þess að álagningin fyrir árið 2020 yrði felld niður.

Beiðni kæranda var hafnað og í úrskurði ríkisskattstjóra var vísað til þess að gögn málsins bentu til þess að bíllinn hefði verið framleiddur árið 1995 og væri því ekki eldri en 25 ára.

Bíleigandinn skaut úrskurðinum til yfirskattanefndar og krafðist þess að hann yrði felldur úr gildi. Bíleigandinn vitnaði til laga um bifreiðagjald þar sem segir að bílar sem eru eldri en 25 ára í upphafi gjaldárs, talið frá og með árgerðarári þeirra, skuli vera undanþegnir bifreiðagjaldi. Eigandi bílsins benti einnig á að samkvæmt ökutækjaskrá hefðibíllinn verið nýskráður í febrúar 1995 en árgerðar ekki getið. Forskráning og tollafgreiðsla bílsins sé skráð í febrúar 1995. Einkafyrirtæki flutti bílinn inn en ekki umboðið.

Bíleigandinn keypti bílinn árið 2003 og var hann þá sagður af árgerð 1995. Framleiðslunúmer bílsins benti einnig til þess og fleiri atriði. Framleiðsluár bílsins var tilgreint 1994 í ökutækjaskrá en árgerð 1995 og þótti vafalaust að svo væri. Ágreiningurinn var um hvort bíllinn teldist vera orðinn eldri en 25 ára, í skilningi ákvæðis laga um bifreiðagjald, í upphafi gjaldárs 2020.

Yfirskattanefnd benti á að telja ætti aldur frá og með árgerðarári, í þessu tilfelli árinu 1995, og því var 25. aldursárið 2019. Ekki geti verið áhöld um að í upphafi árs 2020 beri að telja bílinn vera eldri en 25 ára. Yfirskattanefnd féllst því á kröfu kærandans. gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: