Skylda að hanna bíla sem sporna gegn ölvunarakstri

Um 10 þúsund manns láta lífið árlega í umferðarslysum sem …
Um 10 þúsund manns láta lífið árlega í umferðarslysum sem rekja má til ölvunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bílar sem smíðaðir eru fyrir bandarískan markað munu mögulega þurfa að vera búnir öryggisbúnaði, sem kemur í veg fyrir að ökumenn aki undir áhrifum áfengis.

Kveðið er á um þetta í gríðarstóru innviðafrumvarpi Joes Bidens Bandaríkjaforseta, sem hann vonast til að samþykkt verði í bandaríska þinginu.

Þar segir í grófum dráttum að árið 2026 verði það skylda að bílar í Bandaríkjunum verði búnir einhvers konar búnaði sem slekkur á þeim, ef grunur er um að ökumenn séu ölvaðir. Eins og áður segir er löggjöfin óljós eins og er.

Þannig er ekki ljóst hvernig öryggisbúnaður mun koma í veg fyrir ölvunarakstur, en það er vel þekkt að General Motors, BMW og Nissan hafa þegar hafið framleiðslu bíla með innrauðum myndavélum sem fylgjast með hegðun ökumanna.

Þannig getur bíllinn brugðist við ef fólk er annars hugar við aksturinn, heldur ekki augunum á veginum eða geispar ítrekað af þreytu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: