Sérfræðingarnir mæla með þessu

Litlu hlutirnir skipta máli á ferðalögum, t.d. lítt áberandi veski …
Litlu hlutirnir skipta máli á ferðalögum, t.d. lítt áberandi veski sem hægt er að koma fyrir í renndum vasa. Unsplash.com/Lusina

Það eru litlu hlutirnir sem skipta máli á ferðalögum segir greinarhöfundur Washington Post, Christopher Elliott en hann hefur sérhæft sig í ferðalögum og hagsmunum neytenda.

Ekki geyma allt á sama stað

„Margir hafa brennt sig á að geyma öll sín gögn, eins og reiðufé, kreditkort og vegabréf á sama stað. Ef þessu er svo stolið þá er ekki á vísan að róa,“ segir Elliott.

„Það eru til mörg þar til gerð veski sem geta minnkað líkurnar á að maður verði fyrir ágangi hnuplara og það getur verið gott að kynna sér þau. Gott er að hafa veskið þunnt sem hægt er að koma fyrir í renndum vasa. Þá er hægt að fjárfesta í veski sem hefur svokallaða RFID vörn, sem kemur í veg fyrir að hægt sé að skanna kreditkortaupplýsingar.“

Mælir með krækjum

Elliott segir að allir ættu að hafa þar til gerðar krækjur með sér í öll ferðalög. „Þau koma að gagni í mörgum tilvikum eins og til dæmis að festa saman farangur. Krækjurnar eru mjög sterkar, þola mikið álag en eru létt og meðfærileg. Það er til dæmis hægt að festa handtösku eða yfirhöfn við handfarangurstösku.“
Ferðakrækjur sem geta komið að gagni til að tengja saman …
Ferðakrækjur sem geta komið að gagni til að tengja saman töskur. Skjáskot

Poki fyrir óhreinatauið

„Margir henda óhreinatauinu bara einhvern veginn aftur ofan í tösku sem tekur svo allt of mikið pláss. Ég mæli hins vegar með þar til gerðum óhreinatauspoka sem heldur öllu samanþjöppuðu og tekur sem minnst pláss á heimleiðinni,“ segir Elliott en hægt er að leita að slíkum pokum með leitarorðunum „compression cubes“

Poki fyrir óhreinatauið, leyfir manni að troða miklu í en …
Poki fyrir óhreinatauið, leyfir manni að troða miklu í en tekur lítið pláss í ferðatöskunni. Skjáskot

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert