„Ég var mjög svöng“

Jennifer Lawrence leikur gamla ballerínu í Red Sparrow.
Jennifer Lawrence leikur gamla ballerínu í Red Sparrow. AFP

Leikkonan Jennifer Lawrence þurfti að fara í megrun og æfa stíft fyrir nýjustu mynd sína, Red Sparrow, þar sem hún leikur gamla ballerínu sem gerðist njósnari fyrir Sovétríkin. Lawrence ræddi meðal annars megrunina við Vanity Fair

Ballettsenurnar voru teknar upp fyrst til þess að Lawrence væri í sínu besta formi. Fyrir tökurnar æfði hún mikið og æfði meðal annars ballett í þrjá mánuði. 

Hún þurfti líka að taka í mataræðið í gegn og fór á stífan megrunarkúr. „Ég hef alltaf pælt í því hvað þyrfti til þess að ég myndi virkilega fara í megrun, til þess að vera mjög svöng, af því ég hef gert það fyrir kvikmyndir. Fyrir Hungurleikana, þeir sögðu mér að grennast, og þá uppgötvaði ég Jack in the Box. Red Sparrow var fyrsta skipti sem ég var mjög svöng, og öguð. Ég get ekki verið í karakter sem fyrrverandi ballerína og ekki liðið eins og fyrrverandi ballerínu,“ sagði Lawrence. 

Hún átti þó erfitt með að vinna og vera í megrun á sama tíma. Henni finnst gott að borða og segist þurfa orku þegar hún er að vinna. „Megrun er ekki í spilunum hjá mér,“ sagði leikkonan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson