Rihanna sendir Trump skilaboð

Rihanna er innflytjandi í Bandaríkjunum.
Rihanna er innflytjandi í Bandaríkjunum. AFP

Tónlistarkonan Rihanna sendi forseta Bandaríkjanna skilaboð á Instagram á dögunum. Rihanna birti mynd af sér ásamt nokkrum fyrirsætum þar sem hún heldur á bol sem á stendur „Immigrant“ eða „Innflytjandi“. Undir myndinni merkti hún Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Rihanna er innflytjandi í Bandaríkjunum, en hún er fædd og uppalin á Barbados-eyjum en flutti til Bandaríkjanna þegar tónlistarferill hennar fór af stað árið 2003. Í dag er hún ríkasta tónlistarkona heims. 

Í viðtali við The Cut sagði hún að hún væri innflytjandi hvar sem hún kemur fyrir utan Barbados-eyjar. „Ég held að fólk gleymi því oft. Ég held að það sjái Rihönnu-vörumerkið. En mér finnst það mikilvægt að fólk gleymi því ekki, ef það elskar mig, að allir hérna eru bara eins og ég. Milljón Rihönnur þarna úti, sem er komið fram við eins og rusl,“ sagði Rihanna.

View this post on Instagram

hey 👋🏿 @realdonaldtrump

A post shared by badgalriri (@badgalriri) on Jun 22, 2019 at 12:35pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson