Paddington 2 besta myndin sem Grant var í

Í Paddington 2 fór Grant með hlutverk gamals leikara sem …
Í Paddington 2 fór Grant með hlutverk gamals leikara sem hefur munað sinn fífil fegurri. AFP

Leikarinn Hugh Grant sagði í viðtali við Vanity Fair að Paddington 2 hafi verið besta mynd sem hann lék í. Grant kannast flestir við en hann hefur leikið í ógrynni af rómantískum gamanmyndum.

Í Paddington 2 fór hann með hlutverk gamals leikara sem hafði munað fífil sinn fegurri. Í kjölfarið las hann athugasemdir um að hann gæti ekki fengið betri hlutverk nú til dags heldur en í kvikmyndum ætluðum börnum. 

„Ég er frekar pirraður yfir þessum ummælum um Paddington 2, af því að ég trúi því innilega að þetta sé ein besta kvikmynd sem ég hef verið í,“ sagði Grant. Fleiri á Twitter hafa nú stokkið á vagninn með Grant og lofað hlutverk hans í kvikmyndinni sem og kvikmyndina sjálfa.

Grant tók sér frí frá sviðsljósinu, eftir að gullaldarskeiði hans í rómantískum gamanmyndum lauk. Hann leikur nú í fyrsta skipti í sjónvarpsþáttum, þáttunum A Very English Scandal. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson