Gaf 70% af launum sínum til rannsókna á hvítblæði

Keanu Reeves er þekktur fyrir að vera með hjartað á …
Keanu Reeves er þekktur fyrir að vera með hjartað á réttum stað. AFP

Hollywood-leikarinn Keanu Reeves er sagður hafa gefið 70% af launagreiðslum sínum, sem hann hlaut fyrir leik sinn í fyrstu The Matrix kvikmyndinni, til rannsókna á hvítblæði. 

Yngri systir leikarans, Kim Reeves, barðist við hvítblæði um 10 ára skeið og var þetta hans leið til að aðstoða systur sína í baráttunni við krabbameinið. Keanu Reeves var fremsti umönnunaraðili systur sinnar á þessum tíma og reyndi hann að gera allt sem í hans valdi stóð til að aðstoða hana við að ná bata.  

Samkvæmt frétt frá Daily Mail var Reeves svo mikið í mun að styðja við systur sína í gegnum veikindin að hann seldi húsið sitt til þess eins að geta verið henni nær á meðan hún var sem veikust. Eftir áratuga baráttu við krabbameinið náði systir hans svo bata en Reeves ákvað að láta ekki þar við sitja heldur setti hann á laggirnar styrktarfélag til að styðja við bak barna sem greinast með hvítblæði og aðstandendur þeirra. 

„Ég vil alls ekki tengja félagið við sjálfan mig. Félagið sér um sig sjálft og gerir það sem þarf að gera,“ sagði Reeves en hann hefur þekktur fyrir að vera með hjartað á réttum stað og hefur gefið stóran hlut launa sinna til ýmissa góðgerðarmála í gegnum tíðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg