Um 120 grænlenskir aukaleikarar eru nú við tökur á fjórðu þáttaröð True Detective hér á Íslandi. Samkvæmt heimildum mbl.is flugu aukaleikararnir frá Grænlandi hingað til lands undir lok síðustu viku og hafa tökur staðið yfir innanhúss í tökuveri í þessari viku.
Tökur standa yfir fram á föstudag. Þættirnir eiga að gerast í bænum Ennis í Alaska yfir veturinn.
Þetta er umfangsmesta kvikmyndaverkefni sem hefur verið tekið upp hér á Íslandi. Undir lok nóvember fóru stórar tökur fram í Keflavík þar sem bænum var breytt í Alaska en nú hefur öll leikmyndin verið tekin niður.