Dalvík er nú Ennis í Alaska

Dalvík hefur nú öðlast amerískan svip.
Dalvík hefur nú öðlast amerískan svip. Samsett mynd/Valgeir Ómar

Götur og hús á Dalvík hafa nú fengið nýjan svip í tilefni upptaka á sjónvarpsþáttunum True Detective. Sett hefur verið upp leikmynd sem breytir Dalvík í bæinn Ennis í Alaska í Bandaríkjunum, líkt og gert var í Keflavík seint á síðasta ári. Tökur á Dalvík hefjast senn og standa eitthvað fram í febrúar. Leikkonan Jodie Foster fer fer með aðalhlutverk í þáttunum. Þeir eru eitt af stærri kvikmyndaverkefnum sem unnin hafa verið á Íslandi.

„Á síðustu dögum hefur bærinn okkar öðlast alveg nýjan svip,“ segir Júlíus Júlíusson, íbúi á Dalvík, í samtali við Morgunblaðið. „Við Hafnarbraut, sem er aðalgatan í gegnum byggðarlagið, hafa verið settir upp ljósastraurar sem vírar eru tengdir á milli. Byggingar hafa fengið nýjan svip í ameríska stílnum eða sett er á þau bíslag. Hér í útjaðri bæjarins er komið heilt hjólhýsahverfi og fyrr í dag sá ég að á svæðið var kominn flutningavagn með gamla bíla um borð, sem væntanlega verða notaðir sem leikmunir.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Ljósmynd/Valgeir Ómar Jónsson
Ljósmynd/Valgeir Ómar Jónsson
Ljósmynd/Valgeir Ómar Jónsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir