Foster berst í gegnum storminn í nýrri stiklu

HBO birti nýja stiklu fyrir True Detective í gær.
HBO birti nýja stiklu fyrir True Detective í gær. Samsett mynd

Leikkonan Jodie Foster berst í gegnum snjóstorminn í nýrri stiklu fyrir fjórðu þáttaröð True Detective. Tökur á þáttaröðinni standa enn yfir hér á landi, en búist er við að þeim ljúki þegar vora tekur. 

Framleiðandi þáttanna, HBO, birti nýja stiklu úr þáttunum í gær. Hún er þó aðeins átta sekúndna lögn en í henni má meðal annars sjá Foster í snjóstormi með vasaljós. Þá er einnig skot af henni í Skautahöll Reykjavíkur. 

Tökum lokið á Dalvík

Tökur á þáttunum eru þær umfangsmestu sem farið hafa fram á Íslandi og hefur tveimur bæjum á landinu, Keflavík og Dalvík, verið breytt í bæinn Ennis í Alaska, þar sem þættirnir eiga að gerast. Samkvæmt heimildum mbl.is lauk tökum um liðna helgi á Dalvík en tökur hafa að mestu farið fram í kvikmyndaverum á höfuðborgarsvæðinu. 

Auk stiklunnar birti HBO mynd af Foster og móttleikkonu hennar Kali Reis úti í snjónum og myrkrinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir